Funda um fyrirkomulag viðræðnanna 31. maí 2010 11:56 Besti flokkurinn setur þau skilyrði að Jón Gnarr verði borgarstjóri og ætti það skilyrði ekki að þvælast fyrir í viðræðunum, þar sem Dagur hefur lýst því yfir að hann sækist ekki eftir embættinu. Mynd/Daníel Rúnarsson Forysta Besta flokksins og Samfylkingarinnar í Reykjavík ákveður á fundi í dag hvernig staðið verður að áframhaldandi viðræðum flokkanna um myndun nýs meirihluta í borginni. Fulltrúar Besta flokksins og Samfylkingarinnar hófu viðræður um myndun nýs meirihluta í borginni í gær og verður þeim framhaldið í dag. Besti flokkurinn er með sex borgarfulltrúa og Samfylkingin þrjá, þannig að sameiginlega eru flokkarnir með níu af 15 borgarfulltrúum. Lítið hefur verið gefið upp um viðræðurnar en samkvæmt heimildum fréttastofunnar munu Jón Gnarr og Dagur B. Eggertsson funda öðru hvoru megin við hádegið. Hópur fólks á vegum framboðanna fundar síðan um fyrirkomulag viðræðnanna í dag. Þar verður ákveðið hvort fólki verði skipt upp í vinnuhópa um einstök mál, eða hvort öll mál verði undir hjá einum viðræðuhópi. Ekki er reiknað með að viðræðum flokkanna ljúki í dag. Ný borgarstjórn tekur við fimmtán dögum eftir kjördag og því hafa flokkarnir nokkurn tíma til að ganga frá samkomulagi. Jón Gnarr sagði hins vegar í samtali við fréttastofuna í gær, að hann reiknaði með að meirihlutaviðræður tækju skamman tíma. Besti flokkurinn setur þau skilyrði að Jón Gnarr verði borgarstjóri og ætti það skilyrði ekki að þvælast fyrir í viðræðunum, þar sem Dagur hefur lýst því yfir að hann sækist ekki eftir embættinu. Ef að samstarfinu verður tekur við borgarstjórn með rúman meirihluta, en slík borgarstjórn hefur ekki setið frá því á árunum 1990 til 1994, þegar Sjálfstæðismenn fengu tíu menn kjörna í borgarstjórn. Átta þarf til lágmarks meirihluta og náði Reykjavíkurlistinn aldrei að fá kjörna fleiri en átta borgarfulltrúa í þrennum kosningum. Samstarf Besta flokksins við Sjálfstæðisflokkinn hefði enn rýmri meirihluta, eða ellefu borgarfulltrúa af fimmtán. Kosningar 2010 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Fleiri fréttir Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Sjá meira
Forysta Besta flokksins og Samfylkingarinnar í Reykjavík ákveður á fundi í dag hvernig staðið verður að áframhaldandi viðræðum flokkanna um myndun nýs meirihluta í borginni. Fulltrúar Besta flokksins og Samfylkingarinnar hófu viðræður um myndun nýs meirihluta í borginni í gær og verður þeim framhaldið í dag. Besti flokkurinn er með sex borgarfulltrúa og Samfylkingin þrjá, þannig að sameiginlega eru flokkarnir með níu af 15 borgarfulltrúum. Lítið hefur verið gefið upp um viðræðurnar en samkvæmt heimildum fréttastofunnar munu Jón Gnarr og Dagur B. Eggertsson funda öðru hvoru megin við hádegið. Hópur fólks á vegum framboðanna fundar síðan um fyrirkomulag viðræðnanna í dag. Þar verður ákveðið hvort fólki verði skipt upp í vinnuhópa um einstök mál, eða hvort öll mál verði undir hjá einum viðræðuhópi. Ekki er reiknað með að viðræðum flokkanna ljúki í dag. Ný borgarstjórn tekur við fimmtán dögum eftir kjördag og því hafa flokkarnir nokkurn tíma til að ganga frá samkomulagi. Jón Gnarr sagði hins vegar í samtali við fréttastofuna í gær, að hann reiknaði með að meirihlutaviðræður tækju skamman tíma. Besti flokkurinn setur þau skilyrði að Jón Gnarr verði borgarstjóri og ætti það skilyrði ekki að þvælast fyrir í viðræðunum, þar sem Dagur hefur lýst því yfir að hann sækist ekki eftir embættinu. Ef að samstarfinu verður tekur við borgarstjórn með rúman meirihluta, en slík borgarstjórn hefur ekki setið frá því á árunum 1990 til 1994, þegar Sjálfstæðismenn fengu tíu menn kjörna í borgarstjórn. Átta þarf til lágmarks meirihluta og náði Reykjavíkurlistinn aldrei að fá kjörna fleiri en átta borgarfulltrúa í þrennum kosningum. Samstarf Besta flokksins við Sjálfstæðisflokkinn hefði enn rýmri meirihluta, eða ellefu borgarfulltrúa af fimmtán.
Kosningar 2010 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Fleiri fréttir Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Sjá meira