Tíu sveitarfélög til sérstakrar skoðunar vegna fjárhagsvanda Jón Hákon Halldórsson skrifar 30. apríl 2010 10:02 Ráðuneyti Kristjáns Möllers er með 10 sveitarfélög í skoðun vegna fjárhags þeirra. Mynd/ GVA. Tíu sveitarfélög á Íslandi hafa verið til sérstakrar skoðunar af hálfu eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga, samkvæmt upplýsingum frá Kristjáni Möller samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, spurði ráðherra út í málið á Alþingi. Samkvæmt svari ráðherra er um að ræða sveitarfélögin Kópavogsbæ, Hafnarfjarðarbæ, Sveitarfélagið Álftanes, Reykjanesbæ, Sandgerðisbæ, Borgarbyggð, Grundarfjarðarbæ, Bolungarvík, Fjarðabyggð og Fljótsdalshérað. Í svari ráðherra kemur fram að með hliðsjón af niðurstöðu nefndarinnar byggðri á fjárhagslegri stöðu einstakra sveitarfélaga, ársreikningum þeirra og fjárhagsáætlunum, megi skipta sveitarfélögum sem nefndin hefur haft afskipti af í þrjá flokka. Í fyrsta lagi sveitarfélög sem hafa þurft á sérstakri eftirlitsmeðferð að halda og fjárhagslegum stuðningi. Í öðru lagi sveitarfélög sem nefndin telur mikilvægt að fylgjast áfram vel með fjárhagslegri framvindu hjá. Í þriðja lagi sveitarfélög sem nefndin hefur talið ástæðu til að vara við slæmri skuldastöðu, en hefur ekki talið þörf á því að svo komnu máli að óska frekari upplýsinga. Álftanes og Bolungarvík verst stödd Í fyrsta flokkinn falla sveitarfélögin Bolungarvíkurkaupstaður og Sveitarfélagið Álftanes. Samningur var gerður milli eftirlitsnefndar og Bolungarvíkurkaupstaðar um fjárhagslegar aðgerðir og sérstakt eftirlit. Samningurinn gildir til 31. desember 2011 og bindur nefndin vonir við að hann skili sveitarfélaginu þeirri fjárhagslegu sjálfbærni sem honum er ætlað. Einnig var gerður samningur við Sveitarfélagið Álftanes um fjárhagslegar aðgerðir og áætlanagerð. Sú vinna leiddi hins vegar í ljós að fjárhagsstaða sveitarfélagsins var svo alvarleg að skipa þurfti sveitarfélaginu fjárhaldsstjórn, sem tók til starfa 8. febrúar síðastliðinn. Í öðrum flokki eru sveitarfélögin Kópavogsbær, Hafnarfjarðarbær, Reykjanesbær, Borgarbyggð, Grundarfjarðarbær, Fjarðabyggð og Fljótsdalshérað. Nefndin hefur sent þessum sveitarfélögum bréf og gert athugasemdir um skuldsetningu þeirra og óskað jafnframt eftir því að fá sendar ársfjórðungslegar upplýsingar úr bókhaldi þeirra. Þriðja flokknum tilheyrir Sandgerðisbær sem hefur fengið athugasemd frá nefndinni um skuldsetningu en nefndin mun þó ekki aðhafast frekar að sinni. Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Sjá meira
Tíu sveitarfélög á Íslandi hafa verið til sérstakrar skoðunar af hálfu eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga, samkvæmt upplýsingum frá Kristjáni Möller samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, spurði ráðherra út í málið á Alþingi. Samkvæmt svari ráðherra er um að ræða sveitarfélögin Kópavogsbæ, Hafnarfjarðarbæ, Sveitarfélagið Álftanes, Reykjanesbæ, Sandgerðisbæ, Borgarbyggð, Grundarfjarðarbæ, Bolungarvík, Fjarðabyggð og Fljótsdalshérað. Í svari ráðherra kemur fram að með hliðsjón af niðurstöðu nefndarinnar byggðri á fjárhagslegri stöðu einstakra sveitarfélaga, ársreikningum þeirra og fjárhagsáætlunum, megi skipta sveitarfélögum sem nefndin hefur haft afskipti af í þrjá flokka. Í fyrsta lagi sveitarfélög sem hafa þurft á sérstakri eftirlitsmeðferð að halda og fjárhagslegum stuðningi. Í öðru lagi sveitarfélög sem nefndin telur mikilvægt að fylgjast áfram vel með fjárhagslegri framvindu hjá. Í þriðja lagi sveitarfélög sem nefndin hefur talið ástæðu til að vara við slæmri skuldastöðu, en hefur ekki talið þörf á því að svo komnu máli að óska frekari upplýsinga. Álftanes og Bolungarvík verst stödd Í fyrsta flokkinn falla sveitarfélögin Bolungarvíkurkaupstaður og Sveitarfélagið Álftanes. Samningur var gerður milli eftirlitsnefndar og Bolungarvíkurkaupstaðar um fjárhagslegar aðgerðir og sérstakt eftirlit. Samningurinn gildir til 31. desember 2011 og bindur nefndin vonir við að hann skili sveitarfélaginu þeirri fjárhagslegu sjálfbærni sem honum er ætlað. Einnig var gerður samningur við Sveitarfélagið Álftanes um fjárhagslegar aðgerðir og áætlanagerð. Sú vinna leiddi hins vegar í ljós að fjárhagsstaða sveitarfélagsins var svo alvarleg að skipa þurfti sveitarfélaginu fjárhaldsstjórn, sem tók til starfa 8. febrúar síðastliðinn. Í öðrum flokki eru sveitarfélögin Kópavogsbær, Hafnarfjarðarbær, Reykjanesbær, Borgarbyggð, Grundarfjarðarbær, Fjarðabyggð og Fljótsdalshérað. Nefndin hefur sent þessum sveitarfélögum bréf og gert athugasemdir um skuldsetningu þeirra og óskað jafnframt eftir því að fá sendar ársfjórðungslegar upplýsingar úr bókhaldi þeirra. Þriðja flokknum tilheyrir Sandgerðisbær sem hefur fengið athugasemd frá nefndinni um skuldsetningu en nefndin mun þó ekki aðhafast frekar að sinni.
Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Sjá meira