Framkvæmdin önnur en í Noregi 19. apríl 2010 06:00 Við miðlaraborðið í Kaupþingi í desember 2008. Fram kemur í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis að bankarnir hefðu betur dregið frá eiginfé sínu lán sem veitt voru gegn veði í hlutabréfum þeirra sjálfra. Fréttablaðið/Vilhelm Álitaefni er hvort bankarnir hefðu ekki betur dregið frá skráðu eiginfé lán sem veitt voru með veði í hlutabréfum þeirra sjálfra. Rannsóknarnefnd Alþingis bendir á að skort hafi á umræðu um þetta mál í tengslum við endurskoðun reikninga fjármálafyrirtækja. Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar er bent á að lán bankanna gegn veði í eigin bréfum eða ígildi þeirra hafi hækkað eigið fé þeirra og stækkað efnahagsreikning án þess að nýtt fjármagn hafi komið á móti. „Jafnframt hefur þetta haft áhrif á eiginfjárhlutfall og áhættugrunn fjármálafyrirtækjanna, sem er grundvöllur og mælikvarði á að heimila útlánahættu gagnvart stórum lántakendum," segir þar og bent á að trygging sú sem fjármálafyrirtæki fær með veði í eigin bréfum sé „ákaflega haldlítil" því veruleg hætta sé á að fyrirtækið láti hjá líða að ganga að slíku veði þegar veðþekjan lækkar samhliða lækkun á markaðsverði hlutabréfa í fjármálafyrirtækinu. „Við fall fjármálafyrirtækis virka slík útlán í reynd ekki sem hluti af eiginfé, sem ætlað er að verja kröfuhafa félagsins, því að þau verða að engu." Rannsóknarnefndin bendir á að lítið hafi farið fyrir umfjöllun um það hvort fjármálafyrirtæki hefðu átt að draga lán með veði í eigin hlutabréfum frá eiginfé sínu, en ljóst sé að endurskoðendur þeirra hafi talið að ekki bæri að gera það. Bent er á álit prófessors Frøystein Gjesdal við Verslunarháskólann í Bergen að samkvæmt norskum lögum, byggðum á reglum Evrópuréttarins, skuli draga lán til kaupa á eigin hlutabréfum frá eiginfé fjármálafyrirtækis. - óká Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Sjá meira
Álitaefni er hvort bankarnir hefðu ekki betur dregið frá skráðu eiginfé lán sem veitt voru með veði í hlutabréfum þeirra sjálfra. Rannsóknarnefnd Alþingis bendir á að skort hafi á umræðu um þetta mál í tengslum við endurskoðun reikninga fjármálafyrirtækja. Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar er bent á að lán bankanna gegn veði í eigin bréfum eða ígildi þeirra hafi hækkað eigið fé þeirra og stækkað efnahagsreikning án þess að nýtt fjármagn hafi komið á móti. „Jafnframt hefur þetta haft áhrif á eiginfjárhlutfall og áhættugrunn fjármálafyrirtækjanna, sem er grundvöllur og mælikvarði á að heimila útlánahættu gagnvart stórum lántakendum," segir þar og bent á að trygging sú sem fjármálafyrirtæki fær með veði í eigin bréfum sé „ákaflega haldlítil" því veruleg hætta sé á að fyrirtækið láti hjá líða að ganga að slíku veði þegar veðþekjan lækkar samhliða lækkun á markaðsverði hlutabréfa í fjármálafyrirtækinu. „Við fall fjármálafyrirtækis virka slík útlán í reynd ekki sem hluti af eiginfé, sem ætlað er að verja kröfuhafa félagsins, því að þau verða að engu." Rannsóknarnefndin bendir á að lítið hafi farið fyrir umfjöllun um það hvort fjármálafyrirtæki hefðu átt að draga lán með veði í eigin hlutabréfum frá eiginfé sínu, en ljóst sé að endurskoðendur þeirra hafi talið að ekki bæri að gera það. Bent er á álit prófessors Frøystein Gjesdal við Verslunarháskólann í Bergen að samkvæmt norskum lögum, byggðum á reglum Evrópuréttarins, skuli draga lán til kaupa á eigin hlutabréfum frá eiginfé fjármálafyrirtækis. - óká
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Sjá meira