Miklu minna framboð af fíkniefnum 21. desember 2010 06:00 fíkniefnahlass Yfirlæknir á Vogi þakkar lögreglu og gjaldeyrishöftum þá þróun að miklu minna af fíkniefnum sé í umferð nú en fyrir fáeinum árum. Á myndinni má sjá fíkniefnahlass, um 109 kíló af amfetamíni, maríjúana, hassi og e-töflum, sem reynt var að smygla til landsins á síðasta ári. „Það er miklu minna af ólöglegum fíkniefnum í umferð hér á landi eftir hrun,“ segir Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi. „Kannabisefnin og hassið eru ekki eins sterk og áður tíðkaðist. Nærtækasta skýringin er sú að okkar toll- og löggæsla er að skila góðum árangri. Við höfum einnig fjarlægst erlenda markaði vegna gjaldeyrishafta og fleiri þátta. Þessi þróun sést ekki annars staðar. Í Bandaríkjunum hefur meðalstyrkur kannabisefna aukist á síðasta áratug. Þetta er fyrst og fremst sigur lögreglunnar hér.“ Jakob Kristinsson, prófessor hjá Rannsóknarstofu í lyfja- og eiturefnafræðum, staðfestir að styrkleiki sýnishorna af hassi sem greind hafi verið sé minni heldur en á síðasta ári. „Það er alveg klárt að hassið á götunni er ekki eins sterkt og áður,“ segir Jakob og bætir við að erfiðara sé að segja til um styrkleika heimaræktaðra kannabisefna. „Það er meira háð tilviljunum sem felast fyrst og fremst í því á hvaða stigi ræktunin er þegar lögregla stöðvar hana. Sumt er fullbúið en annað skemmra á veg komið,“ útskýrir Jakob. Hann segir enn fremur að styrkleiki sterkari fíkniefna sé mjög breytilegur milli ára. Sé tekin stór sending geti rannsóknarsýnin skipt tugum, sem hafi mikil áhrif á meðaltalið. Fjöldi sýna fari eftir stærð sendingar. Karl Steinar Valsson, yfirmaður fíkniefnadeildarinnar á höfuðborgarsvæðinu, segir deildina hafa lagt áherslu á aðgerðir gegn innflutningi, sölu og dreifingu á fíkniefnum. „Við höfum kortlagt þetta og gengið með aðgerðum inn í þessa hópa. Það er enginn vafi, til dæmis í ljósi dómsmála, að búið er að ganga þokkalega á marga þeirra. Enn eru þó hópar starfandi og við höldum áfram að reyna að stöðva þá sem hafa lifibrauð af þessari skipulögðu brotastarfsemi.“ Fréttablaðið sagði frá því í síðustu viku að reynt hefði verið að smygla hálfu kílói af efninu methedrone, áður nær óþekktu hér, til landsins. „Menn hafa leikið þennan leik lengi,“ segir yfirlæknirinn á Vogi. „E-pillan var upphaflega markaðssett af því að hún var ekki bönnuð formlega víða. Mér sýnist þetta vera eitt af þessum efnumsem menn reyna að smygla á milli landa í þeirri von að þau séu ekki skrásett sem ólögleg fíkniefni.“ jss@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Sjá meira
„Það er miklu minna af ólöglegum fíkniefnum í umferð hér á landi eftir hrun,“ segir Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi. „Kannabisefnin og hassið eru ekki eins sterk og áður tíðkaðist. Nærtækasta skýringin er sú að okkar toll- og löggæsla er að skila góðum árangri. Við höfum einnig fjarlægst erlenda markaði vegna gjaldeyrishafta og fleiri þátta. Þessi þróun sést ekki annars staðar. Í Bandaríkjunum hefur meðalstyrkur kannabisefna aukist á síðasta áratug. Þetta er fyrst og fremst sigur lögreglunnar hér.“ Jakob Kristinsson, prófessor hjá Rannsóknarstofu í lyfja- og eiturefnafræðum, staðfestir að styrkleiki sýnishorna af hassi sem greind hafi verið sé minni heldur en á síðasta ári. „Það er alveg klárt að hassið á götunni er ekki eins sterkt og áður,“ segir Jakob og bætir við að erfiðara sé að segja til um styrkleika heimaræktaðra kannabisefna. „Það er meira háð tilviljunum sem felast fyrst og fremst í því á hvaða stigi ræktunin er þegar lögregla stöðvar hana. Sumt er fullbúið en annað skemmra á veg komið,“ útskýrir Jakob. Hann segir enn fremur að styrkleiki sterkari fíkniefna sé mjög breytilegur milli ára. Sé tekin stór sending geti rannsóknarsýnin skipt tugum, sem hafi mikil áhrif á meðaltalið. Fjöldi sýna fari eftir stærð sendingar. Karl Steinar Valsson, yfirmaður fíkniefnadeildarinnar á höfuðborgarsvæðinu, segir deildina hafa lagt áherslu á aðgerðir gegn innflutningi, sölu og dreifingu á fíkniefnum. „Við höfum kortlagt þetta og gengið með aðgerðum inn í þessa hópa. Það er enginn vafi, til dæmis í ljósi dómsmála, að búið er að ganga þokkalega á marga þeirra. Enn eru þó hópar starfandi og við höldum áfram að reyna að stöðva þá sem hafa lifibrauð af þessari skipulögðu brotastarfsemi.“ Fréttablaðið sagði frá því í síðustu viku að reynt hefði verið að smygla hálfu kílói af efninu methedrone, áður nær óþekktu hér, til landsins. „Menn hafa leikið þennan leik lengi,“ segir yfirlæknirinn á Vogi. „E-pillan var upphaflega markaðssett af því að hún var ekki bönnuð formlega víða. Mér sýnist þetta vera eitt af þessum efnumsem menn reyna að smygla á milli landa í þeirri von að þau séu ekki skrásett sem ólögleg fíkniefni.“ jss@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Sjá meira