Geir og Ingibjörg útilokuðu Björgvin 11. september 2010 17:48 Björgvin G. Sigurðsson. Mynd/Anton Brink Fulltrúar Samfylkingarinnar í þingmannanefndinni sem fjallaði um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis fallast ekki á rökstuðning og niðurstöður meirihluta nefndarinnar sem vill að Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, verði dreginn fyrir landsdóm. Þeir segja að Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar hafi útilokað Björgvin frá ákvarðunum er vörðuðu ráðuneyti hans.Fóru inn á valdsvið annarra ráðherra Í greinargerð með þingsályktunartillögu fulltrúa Samfylkingarinnar í þingmannanefndinni segir að í öðru ráðuneyti Geirs hafi oddvitar stjórnarflokkanna tveggja, Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar, farið inn á valdsvið annarra ráðherra, þau hafi stýrt miðlun upplýsinga og haft verkstjórn og verkaskiptingu með höndum. „Þannig voru samskipti um efnahagsmál og málefni íslensku bankanna takmörkuð við hóp þriggja ráðherra, forsætisráðherra, fjármálaráðherra og utanríkisráðherra. Af þessari skipan leiddi að ekki var samræmi á milli lögboðins valds og raunverulegs valds ráðherra," segir í greinargerðinni. Þingmennirnir Magnús Orri Schram og Oddný Harðardóttur áttu sæti í nefndinni fyrir hönd Samfylkingarinnar.Björgvin áhrifalaus Þau segja að útilokun Björgvins sem viðskiptaráðherra hafi náð hámarki þegar Ingibjörg Sólrún ákvað að honum yrðu ekki kynntar aðgerðir ríkisvaldsins vegna lánabeiðni Glitnis banka sunnudaginn 28. september 2008. „Áhrifaleysi viðskiptaráðherra kristallast í því að 12. ágúst lagði hann fram minnisblað fyrir ríkisstjórn sem innihélt tillögur um að efla stöðugleika fjármálakerfisins. Tillaga þessi var ekki afgreidd í ríkisstjórn. Hið sama hafði verið uppi á teningnum þegar viðskiptaráðherra kynnti oddvitum stjórnarflokkanna drög að frumvarpi til breytinga á lögum um Tryggingarsjóð innstæðueigenda og fjárfesta snemma árs 2008," segir í greinargerð Magnúsar og Oddnýjar. Landsdómur Rannsóknarskýrsla Alþingis Tengdar fréttir Fjórir ráðherrar verði dregnir fyrir landsdóm Þingmannanefnd undir forystu Atla Gíslasonar sem fór yfir skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis klofnaði í afstöðu sinni til þess hvort og þá hvaða fyrrverandi ráðherra eigi að draga fyrir landsdóm. Fimm nefndarmenn af níu vilja að fjórir ráðherrar verði kærðir fyrir landsdóm. 11. september 2010 17:00 Brutu af ásetningi eða sýndu stórkostlegt hirðuleysi Geir H. Haarde, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Árni Mathiesen og Björgvin G. Sigurðsson brutu á tímabilinu frá febrúar 2008 og fram í októberbyrjun sama ár af ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi gegn lögum um ráðherraábyrgð. Þetta er mat fulltrúar Framsóknarflokks, VG og Hreyfingarinnar í þingmannanefnd sem fjallaði um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Fulltrúar Samfylkingarinnar eru sammála meirihluta nefndarinnar nema þegar kemur að Björgvini. 11. september 2010 17:26 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Fulltrúar Samfylkingarinnar í þingmannanefndinni sem fjallaði um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis fallast ekki á rökstuðning og niðurstöður meirihluta nefndarinnar sem vill að Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, verði dreginn fyrir landsdóm. Þeir segja að Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar hafi útilokað Björgvin frá ákvarðunum er vörðuðu ráðuneyti hans.Fóru inn á valdsvið annarra ráðherra Í greinargerð með þingsályktunartillögu fulltrúa Samfylkingarinnar í þingmannanefndinni segir að í öðru ráðuneyti Geirs hafi oddvitar stjórnarflokkanna tveggja, Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar, farið inn á valdsvið annarra ráðherra, þau hafi stýrt miðlun upplýsinga og haft verkstjórn og verkaskiptingu með höndum. „Þannig voru samskipti um efnahagsmál og málefni íslensku bankanna takmörkuð við hóp þriggja ráðherra, forsætisráðherra, fjármálaráðherra og utanríkisráðherra. Af þessari skipan leiddi að ekki var samræmi á milli lögboðins valds og raunverulegs valds ráðherra," segir í greinargerðinni. Þingmennirnir Magnús Orri Schram og Oddný Harðardóttur áttu sæti í nefndinni fyrir hönd Samfylkingarinnar.Björgvin áhrifalaus Þau segja að útilokun Björgvins sem viðskiptaráðherra hafi náð hámarki þegar Ingibjörg Sólrún ákvað að honum yrðu ekki kynntar aðgerðir ríkisvaldsins vegna lánabeiðni Glitnis banka sunnudaginn 28. september 2008. „Áhrifaleysi viðskiptaráðherra kristallast í því að 12. ágúst lagði hann fram minnisblað fyrir ríkisstjórn sem innihélt tillögur um að efla stöðugleika fjármálakerfisins. Tillaga þessi var ekki afgreidd í ríkisstjórn. Hið sama hafði verið uppi á teningnum þegar viðskiptaráðherra kynnti oddvitum stjórnarflokkanna drög að frumvarpi til breytinga á lögum um Tryggingarsjóð innstæðueigenda og fjárfesta snemma árs 2008," segir í greinargerð Magnúsar og Oddnýjar.
Landsdómur Rannsóknarskýrsla Alþingis Tengdar fréttir Fjórir ráðherrar verði dregnir fyrir landsdóm Þingmannanefnd undir forystu Atla Gíslasonar sem fór yfir skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis klofnaði í afstöðu sinni til þess hvort og þá hvaða fyrrverandi ráðherra eigi að draga fyrir landsdóm. Fimm nefndarmenn af níu vilja að fjórir ráðherrar verði kærðir fyrir landsdóm. 11. september 2010 17:00 Brutu af ásetningi eða sýndu stórkostlegt hirðuleysi Geir H. Haarde, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Árni Mathiesen og Björgvin G. Sigurðsson brutu á tímabilinu frá febrúar 2008 og fram í októberbyrjun sama ár af ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi gegn lögum um ráðherraábyrgð. Þetta er mat fulltrúar Framsóknarflokks, VG og Hreyfingarinnar í þingmannanefnd sem fjallaði um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Fulltrúar Samfylkingarinnar eru sammála meirihluta nefndarinnar nema þegar kemur að Björgvini. 11. september 2010 17:26 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Fjórir ráðherrar verði dregnir fyrir landsdóm Þingmannanefnd undir forystu Atla Gíslasonar sem fór yfir skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis klofnaði í afstöðu sinni til þess hvort og þá hvaða fyrrverandi ráðherra eigi að draga fyrir landsdóm. Fimm nefndarmenn af níu vilja að fjórir ráðherrar verði kærðir fyrir landsdóm. 11. september 2010 17:00
Brutu af ásetningi eða sýndu stórkostlegt hirðuleysi Geir H. Haarde, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Árni Mathiesen og Björgvin G. Sigurðsson brutu á tímabilinu frá febrúar 2008 og fram í októberbyrjun sama ár af ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi gegn lögum um ráðherraábyrgð. Þetta er mat fulltrúar Framsóknarflokks, VG og Hreyfingarinnar í þingmannanefnd sem fjallaði um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Fulltrúar Samfylkingarinnar eru sammála meirihluta nefndarinnar nema þegar kemur að Björgvini. 11. september 2010 17:26