Borgarstjórn Reykjavíkur kom saman til fundar klukkan tvö í dag en þetta er síðasti fundur fráfarandi borgarstjórnar. Sex borgarfulltrúar voru ýmist ekki meðal frambjóðenda í kosningunum á laugardaginn eða náðu ekki kjöri. Þar á meðal er Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, fyrrverandi borgarstjóri sem sóttist ekki eftir endurkjöri en hann hefur átt sæti í borgarstjórn síðastliðinn 28 ár.
Auk Vilhjálms var Óskar Bergsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, ekki í framboði. Borgarfulltrúarnir Jórunn Frímannsdóttir, Sigrún Elsa Smáradóttir, Ólafur F. Magnússon og Þorleifur Gunnlaugsson náðu aftur á móti ekki kjöri á laugardaginn.
Ný borgarstjórn kemur saman eftir hálfan mánuð.
Vilhjálmur kveður borgarstjórn
