Ingibjörg hafði gleymt samráðshópi 15. apríl 2010 02:00 Á blaðamannafundi stuttu eftir hrun Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, þáverandi utanríkisráðherra, og Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, vissu lítið sem ekkert um vinnu samráðshóps sem fjallaði um viðbrögð við fjármálaáfalli. fréttablaðið/gva Boðleiðum milli embættis- og stjórnmálamanna var stórlega ábótavant og því skilaði viðleitni stjórnvalda til að búa sig undir efnahagsleg áföll sáralitlum árangri. Vantraust ríkti milli embættismanna fagráðuneyta. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, sagðist hafa verið búin að gleyma því að samráðshópur um fjármálastöðugleika og viðbrögð hefði verið starfandi um árabil þegar hún var innt eftir áliti um þá vinnu af rannsóknarnefnd Alþingis. Hópurinn hafði það hlutverk að samræma viðbrögð við hugsanlegum áföllum í fjármálakerfinu. Forsætisráðherra og fjármálaráðherra vissu lítið sem ekkert um vinnu hópsins. Samráðshópurinn var skipaður með samkomulagi forsætis-, fjármála- og viðskiptaráðuneytis, Fjármálaeftirlitsins (FME) og Seðlabankans í febrúar 2006 en vinnan hafði hafist tveimur árum fyrr. Þá voru stjórnvöldum kynntar viðlagaáætlanir sem gerðar höfðu verið hjá FME og Seðlabanka Íslands og tóku mið af sambærilegum erlendum áætlunum. Ingibjörg segir að aldrei hafi borist á borð ríkisstjórnarinnar neitt af vinnu hópsins: …hvorki minnisblað, tillögur, greining eða eitt eða neitt.“ Í drögum að fundargerð samráðshópsins í janúar 2008 kemur fram að Ingimundur Friðriksson seðlabankastjóri taldi á þeim tímapunkti að fjármálaáfall væri ekki lengur fjarstæður möguleiki. Vinnuhópur um siðferði og starfshætti telur athugasemd Ingibjargar um vinnu hópsins athyglisverða og segja mikið um boðskiptavanda innan stjórnkerfisins. Hún segir að frá vinnuhópum sem þessum berist yfirleitt aldrei neitt. Menn líti svo að „þetta sé vettvangur til að tala saman og svo fer bara hver til síns heima og það er eins og enginn líti á það sem sína skyldu að gera eitthvað með það sem þarna á sér stað“. Aðspurðir um störf samráðshópsins segja Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, og Árni M. Mathiesen, fyrrverandi fjármálaráðherra, að þeir hafi lítið eða ekkert heyrt af vinnu hópsins. Tiltekið er að Árni vissi til dæmis ekki af skjalinu „Aðkallandi ákvarðanataka stjórnvalda vegna hættu á fjármálaáfalli.“ Í skjalinu, sem lagt var fram í samráðshópnum 7. júlí 2008, segir meðal annars: „Stjórnvöld þurfa á næstu vikum að marka stefnuna í grundvallaratriðum, það er hvaða meginleið á að fara ef til fjármálaáfalls kemur. Eftir því sem lengur dregst að marka stefnuna er hættara við því að trúverðugleiki minnki, úrræðum fækki og kostnaður stjórnvalda og þjóðarbúsins aukist.“ svavar@frettabladid.is Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Boðleiðum milli embættis- og stjórnmálamanna var stórlega ábótavant og því skilaði viðleitni stjórnvalda til að búa sig undir efnahagsleg áföll sáralitlum árangri. Vantraust ríkti milli embættismanna fagráðuneyta. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, sagðist hafa verið búin að gleyma því að samráðshópur um fjármálastöðugleika og viðbrögð hefði verið starfandi um árabil þegar hún var innt eftir áliti um þá vinnu af rannsóknarnefnd Alþingis. Hópurinn hafði það hlutverk að samræma viðbrögð við hugsanlegum áföllum í fjármálakerfinu. Forsætisráðherra og fjármálaráðherra vissu lítið sem ekkert um vinnu hópsins. Samráðshópurinn var skipaður með samkomulagi forsætis-, fjármála- og viðskiptaráðuneytis, Fjármálaeftirlitsins (FME) og Seðlabankans í febrúar 2006 en vinnan hafði hafist tveimur árum fyrr. Þá voru stjórnvöldum kynntar viðlagaáætlanir sem gerðar höfðu verið hjá FME og Seðlabanka Íslands og tóku mið af sambærilegum erlendum áætlunum. Ingibjörg segir að aldrei hafi borist á borð ríkisstjórnarinnar neitt af vinnu hópsins: …hvorki minnisblað, tillögur, greining eða eitt eða neitt.“ Í drögum að fundargerð samráðshópsins í janúar 2008 kemur fram að Ingimundur Friðriksson seðlabankastjóri taldi á þeim tímapunkti að fjármálaáfall væri ekki lengur fjarstæður möguleiki. Vinnuhópur um siðferði og starfshætti telur athugasemd Ingibjargar um vinnu hópsins athyglisverða og segja mikið um boðskiptavanda innan stjórnkerfisins. Hún segir að frá vinnuhópum sem þessum berist yfirleitt aldrei neitt. Menn líti svo að „þetta sé vettvangur til að tala saman og svo fer bara hver til síns heima og það er eins og enginn líti á það sem sína skyldu að gera eitthvað með það sem þarna á sér stað“. Aðspurðir um störf samráðshópsins segja Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, og Árni M. Mathiesen, fyrrverandi fjármálaráðherra, að þeir hafi lítið eða ekkert heyrt af vinnu hópsins. Tiltekið er að Árni vissi til dæmis ekki af skjalinu „Aðkallandi ákvarðanataka stjórnvalda vegna hættu á fjármálaáfalli.“ Í skjalinu, sem lagt var fram í samráðshópnum 7. júlí 2008, segir meðal annars: „Stjórnvöld þurfa á næstu vikum að marka stefnuna í grundvallaratriðum, það er hvaða meginleið á að fara ef til fjármálaáfalls kemur. Eftir því sem lengur dregst að marka stefnuna er hættara við því að trúverðugleiki minnki, úrræðum fækki og kostnaður stjórnvalda og þjóðarbúsins aukist.“ svavar@frettabladid.is
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent