Atkvæðagreiðslan mun draga dilk á eftir sér: Aukin harka í pólitíkinni 30. september 2010 05:00 Steingrímur J. Sigfússon. Í kortunum er stormasamur vetur í stjórnmálunum. Sjálfstæðisflokkurinn mun veita ríkisstjórninni óvægna stjórnarandstöðu og samstarf stjórnarflokkanna verður stirt. Þetta er samandregin niðurstaða eftir samtöl við þingmenn í gær. Hafi einhver vonast til að skýrsla þingmannanefndarinnar, undir formennsku Atla Gíslasonar, myndi marka upphaf nýrra og faglegri vinnubragða á Alþingi urðu þær vonir að engu við atkvæðagreiðslurnar um landsdómsákærurnar. Þannig er í það minnsta útlitið í dag. Sjálfstæðismenn eru æfir út í Samfylkinguna fyrir að stuðla að ákæru á hendur Geir H. Haarde en koma í veg fyrir að Samfylkingarráðherrarnir fyrrverandi hlytu sömu örlög. Í röðum sjálfstæðismanna leikur ekki vafi á að niðurstaðan hafi verið ákveðin fyrirfram. Ástandið milli Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar var ekki of gott fyrir. Mörgum sjálfstæðismönnum eru enn í fersku minni stjórnarslitin – svikin, eins og þeir kalla það – í janúar á síðasta ári. Sjálfstæðismenn eru líka reiðir þeim framsóknarþingmönnum sem vildu ákæra. Einkum Siv Friðleifsdóttur sem var ráðherra í fyrri ríkisstjórn Geirs Haarde. En sjálfstæðismenn eru ekki þeir einu sem eru reiðir. Innan VG er gremja í garð samstarfsflokksins. Þar á bæ spyrja menn sig hvernig í ósköpunum helft Samfylkingarinnar gat komist að þeirri niðurstöðu að ekki bæri að ákæra nokkurn einasta mann. Þeir sem þannig spyrja svara sjálfir: Samfylkingin hafði ekki dug í sér til að fara gegn eigin flokksmönnum. Sumir þingmenn VG líta einnig svo á að þeir Samfylkingarmenn sem voru andvígir landsdómsákærum hafi með atkvæðum sínum lýst yfir vantrausti á störf þingmannanefndarinnar og einkum Atla Gíslasonar. Er hermt að það muni líða seint úr minni. Ekki þarf að tíunda þau mörgu vandasömu verkefni sem bíða stjórnmálamanna í vetur. Vonir um góða samvinnu virðast runnar út í sandinn. Í bili í það minnsta. Leiða má líkur að því að margumrædd endurreisn samfélagsins tefjist enn frekar en orðið er. - bþs d d f d Fréttir Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Innlent Fleiri fréttir Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Sjá meira
Í kortunum er stormasamur vetur í stjórnmálunum. Sjálfstæðisflokkurinn mun veita ríkisstjórninni óvægna stjórnarandstöðu og samstarf stjórnarflokkanna verður stirt. Þetta er samandregin niðurstaða eftir samtöl við þingmenn í gær. Hafi einhver vonast til að skýrsla þingmannanefndarinnar, undir formennsku Atla Gíslasonar, myndi marka upphaf nýrra og faglegri vinnubragða á Alþingi urðu þær vonir að engu við atkvæðagreiðslurnar um landsdómsákærurnar. Þannig er í það minnsta útlitið í dag. Sjálfstæðismenn eru æfir út í Samfylkinguna fyrir að stuðla að ákæru á hendur Geir H. Haarde en koma í veg fyrir að Samfylkingarráðherrarnir fyrrverandi hlytu sömu örlög. Í röðum sjálfstæðismanna leikur ekki vafi á að niðurstaðan hafi verið ákveðin fyrirfram. Ástandið milli Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar var ekki of gott fyrir. Mörgum sjálfstæðismönnum eru enn í fersku minni stjórnarslitin – svikin, eins og þeir kalla það – í janúar á síðasta ári. Sjálfstæðismenn eru líka reiðir þeim framsóknarþingmönnum sem vildu ákæra. Einkum Siv Friðleifsdóttur sem var ráðherra í fyrri ríkisstjórn Geirs Haarde. En sjálfstæðismenn eru ekki þeir einu sem eru reiðir. Innan VG er gremja í garð samstarfsflokksins. Þar á bæ spyrja menn sig hvernig í ósköpunum helft Samfylkingarinnar gat komist að þeirri niðurstöðu að ekki bæri að ákæra nokkurn einasta mann. Þeir sem þannig spyrja svara sjálfir: Samfylkingin hafði ekki dug í sér til að fara gegn eigin flokksmönnum. Sumir þingmenn VG líta einnig svo á að þeir Samfylkingarmenn sem voru andvígir landsdómsákærum hafi með atkvæðum sínum lýst yfir vantrausti á störf þingmannanefndarinnar og einkum Atla Gíslasonar. Er hermt að það muni líða seint úr minni. Ekki þarf að tíunda þau mörgu vandasömu verkefni sem bíða stjórnmálamanna í vetur. Vonir um góða samvinnu virðast runnar út í sandinn. Í bili í það minnsta. Leiða má líkur að því að margumrædd endurreisn samfélagsins tefjist enn frekar en orðið er. - bþs d d f d
Fréttir Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Innlent Fleiri fréttir Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Sjá meira