Atkvæðagreiðslan mun draga dilk á eftir sér: Aukin harka í pólitíkinni 30. september 2010 05:00 Steingrímur J. Sigfússon. Í kortunum er stormasamur vetur í stjórnmálunum. Sjálfstæðisflokkurinn mun veita ríkisstjórninni óvægna stjórnarandstöðu og samstarf stjórnarflokkanna verður stirt. Þetta er samandregin niðurstaða eftir samtöl við þingmenn í gær. Hafi einhver vonast til að skýrsla þingmannanefndarinnar, undir formennsku Atla Gíslasonar, myndi marka upphaf nýrra og faglegri vinnubragða á Alþingi urðu þær vonir að engu við atkvæðagreiðslurnar um landsdómsákærurnar. Þannig er í það minnsta útlitið í dag. Sjálfstæðismenn eru æfir út í Samfylkinguna fyrir að stuðla að ákæru á hendur Geir H. Haarde en koma í veg fyrir að Samfylkingarráðherrarnir fyrrverandi hlytu sömu örlög. Í röðum sjálfstæðismanna leikur ekki vafi á að niðurstaðan hafi verið ákveðin fyrirfram. Ástandið milli Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar var ekki of gott fyrir. Mörgum sjálfstæðismönnum eru enn í fersku minni stjórnarslitin – svikin, eins og þeir kalla það – í janúar á síðasta ári. Sjálfstæðismenn eru líka reiðir þeim framsóknarþingmönnum sem vildu ákæra. Einkum Siv Friðleifsdóttur sem var ráðherra í fyrri ríkisstjórn Geirs Haarde. En sjálfstæðismenn eru ekki þeir einu sem eru reiðir. Innan VG er gremja í garð samstarfsflokksins. Þar á bæ spyrja menn sig hvernig í ósköpunum helft Samfylkingarinnar gat komist að þeirri niðurstöðu að ekki bæri að ákæra nokkurn einasta mann. Þeir sem þannig spyrja svara sjálfir: Samfylkingin hafði ekki dug í sér til að fara gegn eigin flokksmönnum. Sumir þingmenn VG líta einnig svo á að þeir Samfylkingarmenn sem voru andvígir landsdómsákærum hafi með atkvæðum sínum lýst yfir vantrausti á störf þingmannanefndarinnar og einkum Atla Gíslasonar. Er hermt að það muni líða seint úr minni. Ekki þarf að tíunda þau mörgu vandasömu verkefni sem bíða stjórnmálamanna í vetur. Vonir um góða samvinnu virðast runnar út í sandinn. Í bili í það minnsta. Leiða má líkur að því að margumrædd endurreisn samfélagsins tefjist enn frekar en orðið er. - bþs d d f d Fréttir Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Sjá meira
Í kortunum er stormasamur vetur í stjórnmálunum. Sjálfstæðisflokkurinn mun veita ríkisstjórninni óvægna stjórnarandstöðu og samstarf stjórnarflokkanna verður stirt. Þetta er samandregin niðurstaða eftir samtöl við þingmenn í gær. Hafi einhver vonast til að skýrsla þingmannanefndarinnar, undir formennsku Atla Gíslasonar, myndi marka upphaf nýrra og faglegri vinnubragða á Alþingi urðu þær vonir að engu við atkvæðagreiðslurnar um landsdómsákærurnar. Þannig er í það minnsta útlitið í dag. Sjálfstæðismenn eru æfir út í Samfylkinguna fyrir að stuðla að ákæru á hendur Geir H. Haarde en koma í veg fyrir að Samfylkingarráðherrarnir fyrrverandi hlytu sömu örlög. Í röðum sjálfstæðismanna leikur ekki vafi á að niðurstaðan hafi verið ákveðin fyrirfram. Ástandið milli Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar var ekki of gott fyrir. Mörgum sjálfstæðismönnum eru enn í fersku minni stjórnarslitin – svikin, eins og þeir kalla það – í janúar á síðasta ári. Sjálfstæðismenn eru líka reiðir þeim framsóknarþingmönnum sem vildu ákæra. Einkum Siv Friðleifsdóttur sem var ráðherra í fyrri ríkisstjórn Geirs Haarde. En sjálfstæðismenn eru ekki þeir einu sem eru reiðir. Innan VG er gremja í garð samstarfsflokksins. Þar á bæ spyrja menn sig hvernig í ósköpunum helft Samfylkingarinnar gat komist að þeirri niðurstöðu að ekki bæri að ákæra nokkurn einasta mann. Þeir sem þannig spyrja svara sjálfir: Samfylkingin hafði ekki dug í sér til að fara gegn eigin flokksmönnum. Sumir þingmenn VG líta einnig svo á að þeir Samfylkingarmenn sem voru andvígir landsdómsákærum hafi með atkvæðum sínum lýst yfir vantrausti á störf þingmannanefndarinnar og einkum Atla Gíslasonar. Er hermt að það muni líða seint úr minni. Ekki þarf að tíunda þau mörgu vandasömu verkefni sem bíða stjórnmálamanna í vetur. Vonir um góða samvinnu virðast runnar út í sandinn. Í bili í það minnsta. Leiða má líkur að því að margumrædd endurreisn samfélagsins tefjist enn frekar en orðið er. - bþs d d f d
Fréttir Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Sjá meira