Hallgrímur Helgason: Förum úr einu bullinu í annað 22. maí 2010 13:24 Besti flokkurinn nýtur stuðnings tæplega 44% kjósenda og fær átta borgarfulltrúa af fimmtán, samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Mynd/Vilhelm Gunnarsson „Þetta er hálf sorglegt. Við erum að fara úr einu bullinu í annað. Ég er hræddur um að þjóðin endi upp með ennþá meiri þynnku eftir að hafa kosið þetta yfir sig," segir rithöfundurinn Hallgrímur Helgason um gott gengi Besta flokksins í skoðanakönnunum. Flokkurinn nýtur stuðnings tæplega 44% kjósenda og fær átta borgarfulltrúa af fimmtán, og þar með hreinan meirihluta í komandi kosningum. Þetta eru niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var á fimmtudag.Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins.Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, Skúli Helgason, þingmaður Samfylkingarinnar, og Hallgrímur ræddu um gengi Besta flokksins í þættinum Vikulokinn á Rás 1 fyrir hádegi. Ragnheiður sagði að kjósendur í Reykjavík væru að senda stjórnmálamönnum skýr skilaboð. Vinnubrögð stjórnmálamanna ættu að vera öðruvísi. „Við erum ekki að gera þetta rétt. Ég held að það sé lærdómurinn sem við eigum draga af þessu." Skúli tók í svipaðan streng. „Skilaboðin eru þau að stjórnmálin og vinnubrögðin eins og við þekkjum þau eru að fá falleinkunn. Það er lexía sem flokkarnir verða að taka til sín allir sem einn." Þá sagði hann að flokkarnir kæmust ekki í gegnum nauðsynlega endurnýjun með vettlingatökum. „Flokkarnir verða virkilega að kafa ofan í sig og henda út öllu sem á ekkert skylt við framtíðina."Hallgrímur Helgason.Hallgrímur tók sterkara til orða og líkti framboði Besta flokksins við það þegar Silvio Berlusconi komst til valda á Ítalíu. Jón Gnarr, leiðtogi Besta flokksins, væri ekki að gagnrýna kerfið heldur að tappa af óánægju fólks vegna kerfisins eins og það var. Ragnheiður benti að gleði hafi vantað stjórnmálin. „Gleymum því ekki að hann er vinsæll, skemmtilegur og það hefur vantað gleðina í stjórnmálin." Þá sagði Hallgrímur að með á framboðslistanum með Jóni væri fólk sem þagði allan góðæristímann. „Gagnrýndi aldrei neitt, var hvergi sjáanlegt í Búsáhaldabyltingunni og labbar núna inn á sviðið þegar allir eru fallnir í valinn." Kosningar 2010 Tengdar fréttir Borgarbúar refsa hrunflokkunum Besti flokkurinn nýtur stuðnings tæplega 44 prósenta kjósenda og fær átta borgarfulltrúa af fimmtán, og þar með hreinan meirihluta í komandi kosningum. Þetta eru niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var á fimmtudag. 22. maí 2010 06:00 Besti flokkurinn með hreinan meirihluta Besti flokkurinn fær hreinan meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur, 8 kjörna fulltrúa af fimmtán, samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2, en rúm vika er í kosningar. 21. maí 2010 18:30 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Tollahækkanir Trump taka gildi Erlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Innlent Fleiri fréttir Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Sjá meira
„Þetta er hálf sorglegt. Við erum að fara úr einu bullinu í annað. Ég er hræddur um að þjóðin endi upp með ennþá meiri þynnku eftir að hafa kosið þetta yfir sig," segir rithöfundurinn Hallgrímur Helgason um gott gengi Besta flokksins í skoðanakönnunum. Flokkurinn nýtur stuðnings tæplega 44% kjósenda og fær átta borgarfulltrúa af fimmtán, og þar með hreinan meirihluta í komandi kosningum. Þetta eru niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var á fimmtudag.Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins.Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, Skúli Helgason, þingmaður Samfylkingarinnar, og Hallgrímur ræddu um gengi Besta flokksins í þættinum Vikulokinn á Rás 1 fyrir hádegi. Ragnheiður sagði að kjósendur í Reykjavík væru að senda stjórnmálamönnum skýr skilaboð. Vinnubrögð stjórnmálamanna ættu að vera öðruvísi. „Við erum ekki að gera þetta rétt. Ég held að það sé lærdómurinn sem við eigum draga af þessu." Skúli tók í svipaðan streng. „Skilaboðin eru þau að stjórnmálin og vinnubrögðin eins og við þekkjum þau eru að fá falleinkunn. Það er lexía sem flokkarnir verða að taka til sín allir sem einn." Þá sagði hann að flokkarnir kæmust ekki í gegnum nauðsynlega endurnýjun með vettlingatökum. „Flokkarnir verða virkilega að kafa ofan í sig og henda út öllu sem á ekkert skylt við framtíðina."Hallgrímur Helgason.Hallgrímur tók sterkara til orða og líkti framboði Besta flokksins við það þegar Silvio Berlusconi komst til valda á Ítalíu. Jón Gnarr, leiðtogi Besta flokksins, væri ekki að gagnrýna kerfið heldur að tappa af óánægju fólks vegna kerfisins eins og það var. Ragnheiður benti að gleði hafi vantað stjórnmálin. „Gleymum því ekki að hann er vinsæll, skemmtilegur og það hefur vantað gleðina í stjórnmálin." Þá sagði Hallgrímur að með á framboðslistanum með Jóni væri fólk sem þagði allan góðæristímann. „Gagnrýndi aldrei neitt, var hvergi sjáanlegt í Búsáhaldabyltingunni og labbar núna inn á sviðið þegar allir eru fallnir í valinn."
Kosningar 2010 Tengdar fréttir Borgarbúar refsa hrunflokkunum Besti flokkurinn nýtur stuðnings tæplega 44 prósenta kjósenda og fær átta borgarfulltrúa af fimmtán, og þar með hreinan meirihluta í komandi kosningum. Þetta eru niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var á fimmtudag. 22. maí 2010 06:00 Besti flokkurinn með hreinan meirihluta Besti flokkurinn fær hreinan meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur, 8 kjörna fulltrúa af fimmtán, samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2, en rúm vika er í kosningar. 21. maí 2010 18:30 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Tollahækkanir Trump taka gildi Erlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Innlent Fleiri fréttir Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Sjá meira
Borgarbúar refsa hrunflokkunum Besti flokkurinn nýtur stuðnings tæplega 44 prósenta kjósenda og fær átta borgarfulltrúa af fimmtán, og þar með hreinan meirihluta í komandi kosningum. Þetta eru niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var á fimmtudag. 22. maí 2010 06:00
Besti flokkurinn með hreinan meirihluta Besti flokkurinn fær hreinan meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur, 8 kjörna fulltrúa af fimmtán, samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2, en rúm vika er í kosningar. 21. maí 2010 18:30