Viðskipti erlent

Dæmigerður Breti eyðir 13 milljónum og einu ári á kránni

Dæmigerður Breti eyðir sem svarar til 13 milljóna kr. og rúmlega einu ári af æfi sinni á kránni eða pöbbnum sínum.

Þetta eru niðurstöður könnunnar sem sjónvarpsstöðin Blighty lét gera fyrir sig og greint er frá í Daily Mail. Þar segir að hinn dæmigerði breski karlmaður muni eyða 10.585 klukkustundum á kránni eða 441 dögum af æfi sinni en hin dæmigerða breska kona mun eyða þar 8.154 klukkustundum eða 340 dögum.

Á meðan á þessum kráarheimsóknum stendur mun meðalbretinn drekka 5.403 áfenga drykki og borða 1.775 naslpoka.

Um 20% aðspurðra í könnuninni segjast hafa lent í slagsmálum á krám sínum meðan þeir voru vel ölvaðir.

Einnig má nefna að 48% aðspurðra sögðust hafa lent í ástarævintýri á krá sinni og um 24% sögðust hafa notað kránna til þess að binda endi á samband sem þeir voru í.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×