Safnahús í eina öld 28. mars 2009 06:00 Þjóðmenningarhúsið. Í ár er öld liðin frá því að safnahúsið við Hverfisgötu var vígt: það var reist yfir Landsbókasafnið og Landsskjalasafnið árin 1906-1908. Forngripasafnið og Náttúrugripasafnið voru þar fyrstu áratugina. Hinn 28. mars 1909 var lestrarsalur Landsbókasafnsins opnaður almenningi með viðhöfn. Í dag verða opnaðar þrjár nýjar sýningar: ÍSLAND: KVIKMYNDIR, Að spyrja Náttúruna – saga Náttúrugripasafns Íslands og Þjóðskjalasafn Íslands – 90 ár í Safnahúsi. ÍSLAND: KVIKMYND dregur upp mynd af þróun kvikmyndagerðar á Íslandi frá 1904 til 2008. Sýningin er eins og opið skjalasafn og þar má sjá hundrað íslenskar myndir frá þessu tímabili. Að spyrja Náttúruna rekur sögu Náttúrugripasafnsins frá 1889 til 2008. Blómaskeið þess var á fyrstu áratugum 20. aldar. Á sýningunni er að finna upplýsingar um sögu safnsins og nokkra muni þess: geirfugl, tígrisdýr, gróðursýni og apa. Þjóðskjalasafnið setur upp sýningu í bókasal. Sýnd verða valin skjöl, tengd Safnahúsinu og tengd stjórnskipun landsins. Í ár eru 200 ár liðin síðan Jörundur hundadagakonungur ríkti í nokkrar vikur sumarið 1809 og eru af því tilefni sýnd margvísleg gögn frá veru hans hér á landi. Sýningarnar verða opnar almenningi frá. 11 til 17. Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Í ár er öld liðin frá því að safnahúsið við Hverfisgötu var vígt: það var reist yfir Landsbókasafnið og Landsskjalasafnið árin 1906-1908. Forngripasafnið og Náttúrugripasafnið voru þar fyrstu áratugina. Hinn 28. mars 1909 var lestrarsalur Landsbókasafnsins opnaður almenningi með viðhöfn. Í dag verða opnaðar þrjár nýjar sýningar: ÍSLAND: KVIKMYNDIR, Að spyrja Náttúruna – saga Náttúrugripasafns Íslands og Þjóðskjalasafn Íslands – 90 ár í Safnahúsi. ÍSLAND: KVIKMYND dregur upp mynd af þróun kvikmyndagerðar á Íslandi frá 1904 til 2008. Sýningin er eins og opið skjalasafn og þar má sjá hundrað íslenskar myndir frá þessu tímabili. Að spyrja Náttúruna rekur sögu Náttúrugripasafnsins frá 1889 til 2008. Blómaskeið þess var á fyrstu áratugum 20. aldar. Á sýningunni er að finna upplýsingar um sögu safnsins og nokkra muni þess: geirfugl, tígrisdýr, gróðursýni og apa. Þjóðskjalasafnið setur upp sýningu í bókasal. Sýnd verða valin skjöl, tengd Safnahúsinu og tengd stjórnskipun landsins. Í ár eru 200 ár liðin síðan Jörundur hundadagakonungur ríkti í nokkrar vikur sumarið 1809 og eru af því tilefni sýnd margvísleg gögn frá veru hans hér á landi. Sýningarnar verða opnar almenningi frá. 11 til 17.
Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira