Viðskipti erlent

Hærri verðbólga á Bretlandi en búist var við

Frá London.
Frá London.
Tólf mánaða verðbólga á Bretlandi stóð í stað í júlí og mælist enn 1,8% en sérfræðingar höfðu spáð því að draga myndi úr verðbólgunni í mánuðinum og hún myndi mælast 1,5%. Sky fréttastofan greinir frá þessu.

Verðbólgan hefur því lækkað hægar en sérfræðingar höfðu gert ráð fyrir.

Þrátt fyrir það telja hagfræðingar og Seðlabanki Englands að verðbólgan muni fara niður fyrir 1% á þessu ári.

Verð á smávöru hækkaði um 1,2% í síðasta mánuði en smásöluverð hækkaði um 1% í júní. Tölvuleikir, DVD myndir og húsgögn höfðu meðal annars áhrif til hækkunar vísitölunnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×