Luca Toni, leikmaður Bayern München, segist ætla vera áfram hjá félaginu og hjálpa því að vinna Meistaradeild Evrópu.
Toni hefur verið orðaður við félög á Ítalíu að undanförnu og hann sagður eiga meiri möguleika á að vinna sér sæti í ítalska landsliðinu fyrir HM 2010 með því að spila í heimalandi sínu.
"Það koma reglulega fyrirspurnir frá ítölskum félögum en ég ætla mér ekki að skipta um félag. Ég hef fundið mig vel í München og líður vel hjá félaginu."
"Liðið á góðan möguleika á að vinna bæði deildina og Meistaradeildina og ég tel að við getum gert það enda með sterkt lið."
Verð áfram hjá Bayern til að vinna Meistaradeildina
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið



Grealish og Foden líður ekki vel
Enski boltinn

Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld
Íslenski boltinn





