Uli Höness, stjórnarformaður þýska liðsins Bayern München, segir það ekki koma til greina að selja franska vængmanninn Franck Ribery. Hann segir að félagið myndi ekki taka 60 milljón punda boði í leikmanninn.
Ribery hefur verið hjá Bayern í tvö tímabil en hann sagðist fyrr í þessum mánuði vilja ganga til liðs við Real Madrid.
„Hann verður örugglega áfram. Við viljum ekki einu sinni ræða sölu á honum," sagði Höness við dagblað í Þýskalandi.