Viðskipti erlent

Góðar hagtölur frá Kína og dollar hækka olíuverðið

Heimsmarkaðsverð á olíu fór í morgun yfir 75 dollara á tunnuna en þetta er hæsta verð á olíu hingað til í ár. Það eru góðar hagtölur frá Kína og áframhaldandi veiking dollarans sem valda olíuverðhækkunum í augnablikinu.

Samkvæmt sérfræðingum sýna nýjar tölur um útflutning Kínverja að efnahagskreppan er í rénum og viðsnúningur hafin í heiminum. Útflutningurinn á síðasta ársfjórðungi minnkaði töluvert minna en talið var fyrirfram.

Á Reuters segir að kalt veður í Bandaríkjunum hafi einnig haft nokkuð að segja um olíuverðshækkunina en eftirspurn eftir olíu hefur aukist þar í kjölfar veðursins.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×