Viðskipti erlent

Harrods hefur sölu á gullstöngum og gullmyntum

Hin þekkta breska stórverslun Harrods mun frá og með deginum í dag bjóða viðskiptavinum sínum gullstangir og gullmyntir til sölu.

Samkvæmt frétt um málið í Telegraph hefur eigandi Harrods, Mohamed Fayed samið við svissnesku myntsláttuna Produits Artistiques Metaux Precieux um söluna á gullinu í verslun sinni.

Í fréttinni segir að gullsalan sýni að viðskiptavinir Harrods hafi ekki orðið illa úti í kreppunni. Gullsalan fer fram í útibúi Harrods Bank sem staðsett er á jarðhæð verslunarinnar.

Chris Hall, forstjóri Harrods Gold Bullion segir að staðan í fjármálageiranum hafi myndað nýja eftirspurn eftir gulli meðal fjárfesta í Bretlandi. "Hingað til hefur enginn þekktur aðili í London þjónað þessum markaði," segir Hall.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×