Viðskipti erlent

Actacvis býður rúma 372 milljarða í Ratiopharm

Samkvæmt frétt á Reuters er Actavis í hópi tíu fyrirtækja/fjárfesta sem gert hafa tilboð í þýska samheitalyfjafyrirtækið Ratiopharm. Tilboðin liggja á bilinu 2 til 2,5 milljarðar evra eða 372 til 465 milljarða kr.

Reuters fjallar sérstaklega um hlut Actavis í tilboðinu og veltir því fyrir sér hvernig Actavis geti verið með í hópnum. Þar vísar Reuters til þess að Actavis hafi sjálft verið til sölu og það skuldi Deutsche Bank nokkra milljarða evra.

Fram kemur á Reuters að þessi áhugi á kaupunum komi fram þrátt fyrir að mjög mikinn þrýsting á verðlækkunum í Þýskalandi en þar aflar Ratiopharm sér helming tekna sinna.

Meðal þeirra lyfjafyrirtækja sem keppa við Actavis um þýska fyrirtækið eru Teva, Mylan, Sanofi-Aventis og Sinopharm.

Töluverður áhugi er meðal almennra fjárfestingarfélaga á að kaupa Ratiopharm og segir Reuters að í þeim hópi sé TPG, Advent í samvinnu við Goldman Sachs, Permira og KKR.

Talsmaður Ratiopharm segir að selja eigi fyrirtækið til að grynnka á skuldum eigenda þess sem eru Merckle fjölskyldan þýska.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×