Níu þingmenn eiga að vinna úr rannsóknarskýrslunni 30. desember 2009 06:00 Alþingi mun í dag kjósa níu þingmenn í nefnd til að gera tillögur um til hvaða aðgerða Alþingi eigi að grípa í framhaldi af skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.fréttablaðið/Pjetur Alþingi kýs í dag nefnd níu þingmanna til að gera tillögur um viðbrögð Alþingis við skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Þessari nefnd er meðal annars ætlað að taka afstöðu til þess hvort tilefni sé til að höfða mál gegn ráðherrum fyrir Landsdómi fyrir brot á lögum um ráðherraábyrgð í aðdraganda bankahrunsins. Þingmannanefndin mun fá skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis til meðferðar í janúarlok. Hún hefur síðan tíma til septemberloka 2010 til að gera tillögur um viðbrögð Alþingis. Ríkisstjórnarflokkarnir hafa ekki meirihluta í þingmannanefndinni eins og í öðrum nefndum Alþingis því stjórnarandstaðan mun þar skipa fimm af nefndarmönnunum níu. Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur, Samfylking og VG munu hver eiga tvo fulltrúa en níundi nefndarmaðurinn kemur úr þingflokki Hreyfingarinnar. Síðdegis í gær höfðu allir þingflokkar nema sjálfstæðismenn tilnefnt sína fulltrúa. Nöfn væntanlegra nefndarmanna eru birt hér til hliðar. Með lögunum, sem Alþingi setti í gær, var ákveðið að kosning þingmannanefndarinnar skuli rjúfa fyrningu hugsanlegra brota á lögum um ráðherraábyrgð á sama hátt og ef þingið hefði kosið sérstaka rannsóknarnefnd til að fjalla um embættisbrot ráðherra. Brot á lögum um ráðherraábyrgð fyrnast almennt á þremur árum. Lögunum frá í gær er ætlað að lengja þann frest um allt að eitt ári. Þingmenn Hreyfingarinnar sátu hjá en þingmenn úr öðrum flokkum stóðu að afgreiðslu málsins í gær. Breytingartillögur Þórs Saari, fyrir hönd Hreyfingarinnar, um að nefnd fimm valinkunnra einstaklinga utan þings yrði falið að fjalla um mál sem snerta þingmenn, ráðherra og fjölskyldur þeirra, vöktu hörð viðbrögð. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Samfylkingu, Þuríður Backman, VG, og Siv Friðleifsdóttir, Framsóknarflokki, lögðust á eitt um að mótmæla málflutningi Þórs. Siv sagði tillögur hans sýndarmennsku. Óþolandi væri að sitja undir því hvernig Þór Saari talaði niður til þingmanna og „sýndi Alþingi puttann“. peturg@frettabladid.is Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent Fleiri fréttir Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Sjá meira
Alþingi kýs í dag nefnd níu þingmanna til að gera tillögur um viðbrögð Alþingis við skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Þessari nefnd er meðal annars ætlað að taka afstöðu til þess hvort tilefni sé til að höfða mál gegn ráðherrum fyrir Landsdómi fyrir brot á lögum um ráðherraábyrgð í aðdraganda bankahrunsins. Þingmannanefndin mun fá skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis til meðferðar í janúarlok. Hún hefur síðan tíma til septemberloka 2010 til að gera tillögur um viðbrögð Alþingis. Ríkisstjórnarflokkarnir hafa ekki meirihluta í þingmannanefndinni eins og í öðrum nefndum Alþingis því stjórnarandstaðan mun þar skipa fimm af nefndarmönnunum níu. Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur, Samfylking og VG munu hver eiga tvo fulltrúa en níundi nefndarmaðurinn kemur úr þingflokki Hreyfingarinnar. Síðdegis í gær höfðu allir þingflokkar nema sjálfstæðismenn tilnefnt sína fulltrúa. Nöfn væntanlegra nefndarmanna eru birt hér til hliðar. Með lögunum, sem Alþingi setti í gær, var ákveðið að kosning þingmannanefndarinnar skuli rjúfa fyrningu hugsanlegra brota á lögum um ráðherraábyrgð á sama hátt og ef þingið hefði kosið sérstaka rannsóknarnefnd til að fjalla um embættisbrot ráðherra. Brot á lögum um ráðherraábyrgð fyrnast almennt á þremur árum. Lögunum frá í gær er ætlað að lengja þann frest um allt að eitt ári. Þingmenn Hreyfingarinnar sátu hjá en þingmenn úr öðrum flokkum stóðu að afgreiðslu málsins í gær. Breytingartillögur Þórs Saari, fyrir hönd Hreyfingarinnar, um að nefnd fimm valinkunnra einstaklinga utan þings yrði falið að fjalla um mál sem snerta þingmenn, ráðherra og fjölskyldur þeirra, vöktu hörð viðbrögð. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Samfylkingu, Þuríður Backman, VG, og Siv Friðleifsdóttir, Framsóknarflokki, lögðust á eitt um að mótmæla málflutningi Þórs. Siv sagði tillögur hans sýndarmennsku. Óþolandi væri að sitja undir því hvernig Þór Saari talaði niður til þingmanna og „sýndi Alþingi puttann“. peturg@frettabladid.is
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent Fleiri fréttir Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Sjá meira