Viðskipti erlent

Debenhams kaupir Magasin du Nord á 2,5 milljarða

Breska verslunarkeðjan Debenhams hefur fest kaup á dönsku stórversluninni Magasin du Nord. Kaupverðið er 12,3 milljónir punda eða um 2,5 milljarðar kr.

RetailWeek greinir frá þessu í morgun. Þar er haft eftir Rob Templeman forstjóra Debenhams að mikil nálgun sé milli beggja fyrirtækja og að kaupin muni verða „mjög aðlaðandi" fyrir hluthafana.

„Magasin er eitt best þekkta vörumerki Danmerkur með dyggan hóp viðskiptavina og frábærar vörur," segir Templeman.

Magasin du Nord komst í eigu Straums við gjaldþrot Baugs. Í ágúst s.l. keypti pakistanski fjárfestirinn Alshair Fiyaz hlut í Magasin og Illum og í frétt hér á síðunni þá sagði að Fiyaz kæmi með nýtt hlutafé til að tryggja framtíð verslananna.

Í fréttinni segir: „Verslanirnar verða seldar inn í nýtt rekstarfélag sem heitir Solstra Holding A/S sem verður í helmingseigu Straums og í helmingseigu Fiyaz. Fiyaz hefur verið áberandi í viðskiptum í Evrópu, Bretlandi og Bandaríkjunum á síðustu þremur árum."

Baugur átti áður 13% hlut í Debenhams. Sá hlutur komst í eigu HSBC bankans s.l. vetur eftir gjaldþrot Baugs og seldi bankinn hlutinn með miklu tapi í apríl s.l.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×