Viðskipti erlent

Versti áratugur fyrir hlutabréf í sögu Wall Street

Áratugurinn sem nú er að renna sitt skeið er sá versti í sögu Wall Street hvað hlutabréf varðar. Hlutabréfavísitölur á Wall Street lækkuðu um 0,5% að jafnaði á hverju ári á þessu tímabili.

Í frétt um málið í Wall Street Journal segir að fjárfestar voni að næsti áratugur verði betri en í næstum 200 ára sögu hlutabréfamarkaða vestan hafs hefur útkoman aldrei verið lélegri en á þessum áratug.

„Síðustu tíu árin hafa verið martröð fyrir bandarísk hlutabréf," segir Michele Gambera aðalhagfræðingur hjá Ibbotson Associates í samtali við blaðið.

Þeir fjárfestar sem völdu að setja fé sitt í skuldabréf koma mun betur út úr áratugnum en þau hafa stigið í verði um 5,6 til 8% á tímabilinu. Langbesta fjárfestingin var hinsvegar í gulli sem hækkaði um 15% á tímabilinu.

Ef verðbólga er tekin með í reikningin er dæmið enn verra fyrir þá sem fjárfestu í hlutabréfum. Þannig hefur S&P vísitalan tapað 3,3% að jafnaði á hverju ári á tímabilinu ef verðbólgan er reiknuð með.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×