Stoðir vilja fá mann í stjórn Royal Unibrew 17. nóvember 2009 09:50 Stoðir vilja fá mann í stjórn Royal Unibrew næststærstu bruggverksmiðju Danmerkur í krafti 16% eignarhlutar síns í fyrirtækinu. Það vill svo til að ein staða stjórnarmanns er ómönnuð í augnablikinu.Í frétt um málið á börsen.dk er haft eftir Júlíusi Þorfinnsyni fjölmiðlafulltrúa Stoða að það sé „ekki ósennilegt“ að Stoðir muni sækjast eftir þessu stjórnarsæti.Fram kom á hluthafafundi í Royal Unibrew í gærdag, þar sem hlutafjárauking hjá bruggverksmiðjunum var til umræðu, að framvegis yrði hlustað meir á óskir stórra hluthafa um samsetninguna á stjórn Royal Unibrew. Þetta sagði stjórnarformaðurinn, Steen Weirsöe, í ræðu sinni.Fundurinn samþykkti hlutafjáraukningu og munu hlutir í Royal Unibrew tvöfaldast upp í 11,2 milljónir. Þessi hlutafjáraukning á að skila fyrirtækinu 420 milljónum danskra kr. í nýju fjármagni fyrir árslok.Fram kemur í frétt börsen.dk að Stoðir hafi haft efasemdir um hlutafjáraukninguna og hvort skynsamlegt væri að fara í hana. Aukningin er tilkomin vegna þrýstings frá Danske Bank og Nordea helstu lánadrottna Royal Unibrew. Fyrirtækið skuldar þessum bönkum meirihlutann af um 2 milljarða danskra kr. lánum sínum.Stoðum snérist hinsvegar hugur þegar ljóst var á fundinum að hlutafjáraukningin yrði helmingi minni en áður stóð til, það er 5,6 milljón hlutir í stað „upp að 12 milljónum nýrra hluta". Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Stoðir vilja fá mann í stjórn Royal Unibrew næststærstu bruggverksmiðju Danmerkur í krafti 16% eignarhlutar síns í fyrirtækinu. Það vill svo til að ein staða stjórnarmanns er ómönnuð í augnablikinu.Í frétt um málið á börsen.dk er haft eftir Júlíusi Þorfinnsyni fjölmiðlafulltrúa Stoða að það sé „ekki ósennilegt“ að Stoðir muni sækjast eftir þessu stjórnarsæti.Fram kom á hluthafafundi í Royal Unibrew í gærdag, þar sem hlutafjárauking hjá bruggverksmiðjunum var til umræðu, að framvegis yrði hlustað meir á óskir stórra hluthafa um samsetninguna á stjórn Royal Unibrew. Þetta sagði stjórnarformaðurinn, Steen Weirsöe, í ræðu sinni.Fundurinn samþykkti hlutafjáraukningu og munu hlutir í Royal Unibrew tvöfaldast upp í 11,2 milljónir. Þessi hlutafjáraukning á að skila fyrirtækinu 420 milljónum danskra kr. í nýju fjármagni fyrir árslok.Fram kemur í frétt börsen.dk að Stoðir hafi haft efasemdir um hlutafjáraukninguna og hvort skynsamlegt væri að fara í hana. Aukningin er tilkomin vegna þrýstings frá Danske Bank og Nordea helstu lánadrottna Royal Unibrew. Fyrirtækið skuldar þessum bönkum meirihlutann af um 2 milljarða danskra kr. lánum sínum.Stoðum snérist hinsvegar hugur þegar ljóst var á fundinum að hlutafjáraukningin yrði helmingi minni en áður stóð til, það er 5,6 milljón hlutir í stað „upp að 12 milljónum nýrra hluta".
Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira