Viðskipti erlent

Evrusvæðið réttir úr kútnum

Vöxtur var á þriðja ársfjórðungi á evrusvæðinu samkvæmt nýjum hagtölum. Hagvöxtur hjá þeim 16 löndum sem nota evru sem gjaldmiðil mældist 0,4 prósent á tímabilinu júlí til september en samdráttur var á sama svæði á tímabilinu Apríl til júní. Hagkerfi Þýskalands og Frakklands hafa nú sýnt vöxt síðastliðna tvo fjórðunga sem þykir staðfesta að tvö stærstu hagkerfi evrusvæðisins séu laus við samdráttinn.

Vöxturinn varð hinsvegar minni en sérfræðingar höfðu gert ráð fyrir. Ef litið er til Evrópusambandsins í heild sinni mælist einnig hagvöxtur þar á bæ, um 0,2 prósent.

Samdráttur er hinsvegar enn í Bretlandi, næst stærsta hagkerfi sambandsins. Hann mældist 0.4 prósent á þriðja ársfjórðungi og hefur nú verið samfelldur samdráttur í Bretlandi í sex ársfjórðunga í röð. Það er lengsta samdráttarskeið síðan mælingar hófust árið 1955.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×