Karlotta brennur yfir Þórhildur Elín Elínardóttir skrifar 14. desember 2009 06:00 Karlotta vinkona mín skrapp um daginn á námskeið í jólakonfektgerð. Þar hitti hún gamla skólasystur úr menntó og sú hafði einhvern tímann heyrt að Karlotta ætti orðið hvað - þrjú börn, ekki satt? Og búin að gifta sig, já, hvað heitir aftur maðurinn þinn? Augnablik leið og Karlotta opnaði munninn til að svara en ekkert svar kom. Í staðinn fyrir nafnið á manninum sem hún hefur búið með undanfarin tólf ár kom bara svona vandræðalegt uhuuu…m. Því nákvæmlega þessu smáatriði - nafninu á ástkærum eiginmanni og barnsföður - var alveg stolið úr höfðinu á henni. Og komst ekki þangað aftur fyrr en hún las það á póstkassanum heima. Æjá, Friðrik, alveg rétt. Þessi sanna saga styður þá skoðun að námskeið í jólakonfektgerð í desember geti valdið tímabundnum heilaskaða. Nú þegar allir tómstundaskólarnir og grunnskólarnir og frístundaheimilin hafa bitið í sig að þeir beri ábyrgð á samveru foreldra og barna í desember, eru pósthólfin daglega sneisafull af skeytum um föndurdaga, laufabrauðsgerð og aðventustundir, að ógleymdum öllum afraksturssýningunum. Ef við getum ekki tekið sumarfríið á aðventu til að vera með í öllum þessum gæðastundum, er um tvennt að velja: Skrópa í vinnunni eða lenda í ruslflokki foreldrahæfis. Námskeið að auki getur auðveldlega orðið kornið sem fyllir mælinn og hreinsar allt út af harða diskinum. Húsfreyjur fyrri tíðar lögðu metnað sinn í stórfenglegar hreingerningar og sjúklegan smákökubakstur, það var engin alvöru húsmóðir nema vera eins og undin tuska af píslarvætti á aðfangadag. Við hlæjum bara að svoleiðis vitleysu nú þegar allt á að vera stórkostlega notalegt og áreynslulaust. Kveikt á kertum frá morgni til kvölds, allir geri piparkökuhús með börnunum, prjóni lopapeysur og föndri jólagjafir úr gömlum herðatrjám. Allt hljómar þetta mjög vel. Eini gallinn er að hverja vökustund utan vinnu erum við í skólanum að föndra með börnunum eða æðum á milli ballettsýninga og jólaleikrita sem eru undantekningarlaust á sama síðdeginu svo ekki sekúnda má fara úrskeiðis. Í stað þess að vera afslöppuð og yndisleg eins og við ætluðum svo sannarlega, þá skrensum við á milli staða á tveimur hjólum með æðasláttinn í enninu, allt til að þykjast vera svo áreynslulaus og afslöppuð. Vera þessir ævintýraforeldrar sem eru alltaf að syngja með börnunum, mála piparkökur og föndra jólasveina úr klósettrúllum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórhildur Elín Elínardóttir Mest lesið Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Blóðmeramálið að kosningamáli Árni Stefán Árnason Skoðun 21 blár Jón Pétur Zimsen Skoðun Vanræksla á skyldum gagnvart öldruðum og sóun á skattfé Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Stjórnlyndi og stöðnun Þórður Magnússon Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun
Karlotta vinkona mín skrapp um daginn á námskeið í jólakonfektgerð. Þar hitti hún gamla skólasystur úr menntó og sú hafði einhvern tímann heyrt að Karlotta ætti orðið hvað - þrjú börn, ekki satt? Og búin að gifta sig, já, hvað heitir aftur maðurinn þinn? Augnablik leið og Karlotta opnaði munninn til að svara en ekkert svar kom. Í staðinn fyrir nafnið á manninum sem hún hefur búið með undanfarin tólf ár kom bara svona vandræðalegt uhuuu…m. Því nákvæmlega þessu smáatriði - nafninu á ástkærum eiginmanni og barnsföður - var alveg stolið úr höfðinu á henni. Og komst ekki þangað aftur fyrr en hún las það á póstkassanum heima. Æjá, Friðrik, alveg rétt. Þessi sanna saga styður þá skoðun að námskeið í jólakonfektgerð í desember geti valdið tímabundnum heilaskaða. Nú þegar allir tómstundaskólarnir og grunnskólarnir og frístundaheimilin hafa bitið í sig að þeir beri ábyrgð á samveru foreldra og barna í desember, eru pósthólfin daglega sneisafull af skeytum um föndurdaga, laufabrauðsgerð og aðventustundir, að ógleymdum öllum afraksturssýningunum. Ef við getum ekki tekið sumarfríið á aðventu til að vera með í öllum þessum gæðastundum, er um tvennt að velja: Skrópa í vinnunni eða lenda í ruslflokki foreldrahæfis. Námskeið að auki getur auðveldlega orðið kornið sem fyllir mælinn og hreinsar allt út af harða diskinum. Húsfreyjur fyrri tíðar lögðu metnað sinn í stórfenglegar hreingerningar og sjúklegan smákökubakstur, það var engin alvöru húsmóðir nema vera eins og undin tuska af píslarvætti á aðfangadag. Við hlæjum bara að svoleiðis vitleysu nú þegar allt á að vera stórkostlega notalegt og áreynslulaust. Kveikt á kertum frá morgni til kvölds, allir geri piparkökuhús með börnunum, prjóni lopapeysur og föndri jólagjafir úr gömlum herðatrjám. Allt hljómar þetta mjög vel. Eini gallinn er að hverja vökustund utan vinnu erum við í skólanum að föndra með börnunum eða æðum á milli ballettsýninga og jólaleikrita sem eru undantekningarlaust á sama síðdeginu svo ekki sekúnda má fara úrskeiðis. Í stað þess að vera afslöppuð og yndisleg eins og við ætluðum svo sannarlega, þá skrensum við á milli staða á tveimur hjólum með æðasláttinn í enninu, allt til að þykjast vera svo áreynslulaus og afslöppuð. Vera þessir ævintýraforeldrar sem eru alltaf að syngja með börnunum, mála piparkökur og föndra jólasveina úr klósettrúllum.