Hættan Þorsteinn Pálsson skrifar 10. október 2009 06:00 Boðskapur fjármálaráðherra við heimkomuna frá ársfundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Istanbul var einfaldlega sá að á þeim vettvangi biðu menn nú góðra frétta frá Íslandi. Með öðrum orðum kom ráðherrann tómhentur heim. Á meðan á för ráðherrans stóð tókst Ögmundi Jónassyni hins vegar að breyta pólitískri stöðu mála hér heima. Fjölmiðlar fluttu af því fréttir að meirihluti Alþingis vildi nú segja upp samningnum við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn eða endurskoða innihald hans. Á uppsögn og endurskoðun er að sönnu grundvallarmunur. Alltaf hefur legið fyrir að meta yrði eftir framvindu mála hvort allar lánaheimildir yrðu nýttar. Spurning dagsins snýst hins vegar ekki um þetta, heldur hitt, hvort við eigum nokkurn kost á lánafyrirgreiðslu. Fyrri ríkisstjórn ákvað að endurreisn efnahagslífsins skyldi grundvölluð á sameiginlegri efnahagsáætlun með Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Frá pólitísku sjónarhorni var það merkilegast við myndun núverandi ríkisstjórnar í febrúar að hún ákvað að þessu leyti að byggja á sama grunni og stjórnin sem hún velti úr sessi. Engin ríkisstjórn hefur verið jafn langt til vinstri frá miðjunni eins og sú sem nú situr. En þessi ákvörðun að byggja endurreisnina á grundvelli fyrri stjórnar hefur rétt þá slagsíðu talsvert. Aldrei hefur verið talið ráðlegt að snúa hesti í miðju straumvatni. Við ríkjandi aðstæður væri það beinlínis háskalegt. Tengingin við lausn Icesave-hneykslisins hefur verið ljós frá upphafi. Ríkisstjórninni hafa verið mislagðar hendur við lausn á því máli. Þau alvarlegu mistök mega hins vegar ekki verða til þess að einangrunaröflin lengst til vinstri í VG nái algjörum undirtökum í landsstjórninni. Lýðskrumið hnígur í þá átt. Það er hættan.StjórnarkreppaFrá því í október í fyrra hefur verið málefnakreppa á Alþingi. Þáverandi stjórnarflokkar komu sér ekki saman um grundvallaratriði. Framtíðarstefnan í peningamálum og Evrópusambandsaðildin voru meginorsök þeirrar kreppu. Að vísu benti flest til að sú málefnakreppa væri að leysast þegar Samfylkingin rauf stjórnarsamstarfið og atburðarásin tók nýja stefnu.Þessi málefnakreppa var ekki leyst við myndun núverandi stjórnar. Að flestu leyti snýst hún um sömu mál. Meðferð ríkisstjórnarinnar á Icesave-hneykslinu og brottför Ögmundar Jónassonar úr ríkisstjórn hefur síðan orðið til þess að kreppan er ekki lengur bundin við málefni. Hún tekur einnig til valdanna.Þingræðið byggist á því að ríkisstjórn á hverjum tíma sé einhuga um helstu málefni og hafi meirihlutavald til að fylgja þeim eftir. Ríkisstjórnir geta þrifist þrátt fyrir málefnaágreining ef þær hafa þingstyrk til að koma þeim málum fram sem þær telja mikilvægust. Hafi þær heldur ekki vald á því er stjórnarkreppa.Eins og sakir standa er því ekki bara málefnakreppa á Alþingi. Þar er stjórnarkreppa. Vel má vera að hún leysist að óbreyttri ríkisstjórn. En eftir stendur að málefnakreppan hefur dýpkað.Er pólitíska kreppan leysanleg?Til að friða vinstri arm VG þarf væntanlega að slaka á markmiðum í ríkisfjármálum. Velja þarf hagvaxtarletjandi skatta í ríkari mæli en áformað er. Draga verður meir úr orkunýtingu til hagvaxtarörvunar en nú er ráðgert. Loks er líklegt að finna verði tafaleiki í viðræðum um ESB-aðild þannig að ekki dragi til úrslita fyrr en eftir næstu kosningar. Það þýðir að ákvarðanir um langtíma stefnu í peningamálum verða ekki teknar á kjörtímabilinu.Spurningin er svo hvort bilið milli Samfylkingarinnar og stjórnarandstöðuflokkanna er minna en gagnvart VG. Flest bendir til að svo sé í ríkisfjármálum, skattamálum og orkunýtingarmálum. Af flokksþings- og landsfundaryfirlýsingum stjórnarandstöðuflokkanna að dæma standa þeir efnislega nær Samfylkingunni en VG í peninga- og Evrópumálum. Málflutningur þeirra er þó tvíræðari en svo að unnt sé að fullyrða að svo sé í raun.Komið hefur fyrir að ríkisstjórnir hafa boðið stjórnarandstöðu til viðræðna til að breikka pólitískt bakland við erfiðar aðstæður. Það gerði Bjarni Benediktsson til að mynda í kreppunni 1968, þó að ekkert kæmi út úr því. Stjórnarandstöðuflokkar hafa ekki gert ríkisstjórn málefnaleg tilboð af þessu tagi. Tilboð um að skipta völdum án málefnalausna eru þekkt en sjaldnast mikils virði.Fróðlegt væri hins vegar að sjá stjórnarandstöðuflokkana, annan hvorn eða báða saman, gera ríkisstjórninni tilboð um samvinnu með nýjum málefnagrundvelli. Það væri að sönnu nýmæli í stjórnmálum, en gæti verið tilraunarinnar virði.Slíkt frumkvæði gæti sýnt með óyggjandi hætti hvort stjórnarandstöðuflokkarnir eru færir um pólitíska brúargerð. Viðbrögð stjórnarflokkanna myndu á hinn bóginn sýna hvort þeir meta meir samstöðu um málefni eða völd.Síðustu kosningar snerust um uppskiptingu valda en ekki málefni. Vera má að rætur pólitísku kreppunnar liggi einmitt í því. Erfitt yrði fyrir ríkisstjórnina að vísa málefnalegu frumkvæði um nýjan pólitískan grundvöll út í hafsauga. Fyrst og fremst yrði það þó áskorun á Samfylkinguna. Hinn kosturinn, að bíða næstu kosninga, er líklegastur en getur orðið dýrt spaug. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Boðskapur fjármálaráðherra við heimkomuna frá ársfundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Istanbul var einfaldlega sá að á þeim vettvangi biðu menn nú góðra frétta frá Íslandi. Með öðrum orðum kom ráðherrann tómhentur heim. Á meðan á för ráðherrans stóð tókst Ögmundi Jónassyni hins vegar að breyta pólitískri stöðu mála hér heima. Fjölmiðlar fluttu af því fréttir að meirihluti Alþingis vildi nú segja upp samningnum við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn eða endurskoða innihald hans. Á uppsögn og endurskoðun er að sönnu grundvallarmunur. Alltaf hefur legið fyrir að meta yrði eftir framvindu mála hvort allar lánaheimildir yrðu nýttar. Spurning dagsins snýst hins vegar ekki um þetta, heldur hitt, hvort við eigum nokkurn kost á lánafyrirgreiðslu. Fyrri ríkisstjórn ákvað að endurreisn efnahagslífsins skyldi grundvölluð á sameiginlegri efnahagsáætlun með Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Frá pólitísku sjónarhorni var það merkilegast við myndun núverandi ríkisstjórnar í febrúar að hún ákvað að þessu leyti að byggja á sama grunni og stjórnin sem hún velti úr sessi. Engin ríkisstjórn hefur verið jafn langt til vinstri frá miðjunni eins og sú sem nú situr. En þessi ákvörðun að byggja endurreisnina á grundvelli fyrri stjórnar hefur rétt þá slagsíðu talsvert. Aldrei hefur verið talið ráðlegt að snúa hesti í miðju straumvatni. Við ríkjandi aðstæður væri það beinlínis háskalegt. Tengingin við lausn Icesave-hneykslisins hefur verið ljós frá upphafi. Ríkisstjórninni hafa verið mislagðar hendur við lausn á því máli. Þau alvarlegu mistök mega hins vegar ekki verða til þess að einangrunaröflin lengst til vinstri í VG nái algjörum undirtökum í landsstjórninni. Lýðskrumið hnígur í þá átt. Það er hættan.StjórnarkreppaFrá því í október í fyrra hefur verið málefnakreppa á Alþingi. Þáverandi stjórnarflokkar komu sér ekki saman um grundvallaratriði. Framtíðarstefnan í peningamálum og Evrópusambandsaðildin voru meginorsök þeirrar kreppu. Að vísu benti flest til að sú málefnakreppa væri að leysast þegar Samfylkingin rauf stjórnarsamstarfið og atburðarásin tók nýja stefnu.Þessi málefnakreppa var ekki leyst við myndun núverandi stjórnar. Að flestu leyti snýst hún um sömu mál. Meðferð ríkisstjórnarinnar á Icesave-hneykslinu og brottför Ögmundar Jónassonar úr ríkisstjórn hefur síðan orðið til þess að kreppan er ekki lengur bundin við málefni. Hún tekur einnig til valdanna.Þingræðið byggist á því að ríkisstjórn á hverjum tíma sé einhuga um helstu málefni og hafi meirihlutavald til að fylgja þeim eftir. Ríkisstjórnir geta þrifist þrátt fyrir málefnaágreining ef þær hafa þingstyrk til að koma þeim málum fram sem þær telja mikilvægust. Hafi þær heldur ekki vald á því er stjórnarkreppa.Eins og sakir standa er því ekki bara málefnakreppa á Alþingi. Þar er stjórnarkreppa. Vel má vera að hún leysist að óbreyttri ríkisstjórn. En eftir stendur að málefnakreppan hefur dýpkað.Er pólitíska kreppan leysanleg?Til að friða vinstri arm VG þarf væntanlega að slaka á markmiðum í ríkisfjármálum. Velja þarf hagvaxtarletjandi skatta í ríkari mæli en áformað er. Draga verður meir úr orkunýtingu til hagvaxtarörvunar en nú er ráðgert. Loks er líklegt að finna verði tafaleiki í viðræðum um ESB-aðild þannig að ekki dragi til úrslita fyrr en eftir næstu kosningar. Það þýðir að ákvarðanir um langtíma stefnu í peningamálum verða ekki teknar á kjörtímabilinu.Spurningin er svo hvort bilið milli Samfylkingarinnar og stjórnarandstöðuflokkanna er minna en gagnvart VG. Flest bendir til að svo sé í ríkisfjármálum, skattamálum og orkunýtingarmálum. Af flokksþings- og landsfundaryfirlýsingum stjórnarandstöðuflokkanna að dæma standa þeir efnislega nær Samfylkingunni en VG í peninga- og Evrópumálum. Málflutningur þeirra er þó tvíræðari en svo að unnt sé að fullyrða að svo sé í raun.Komið hefur fyrir að ríkisstjórnir hafa boðið stjórnarandstöðu til viðræðna til að breikka pólitískt bakland við erfiðar aðstæður. Það gerði Bjarni Benediktsson til að mynda í kreppunni 1968, þó að ekkert kæmi út úr því. Stjórnarandstöðuflokkar hafa ekki gert ríkisstjórn málefnaleg tilboð af þessu tagi. Tilboð um að skipta völdum án málefnalausna eru þekkt en sjaldnast mikils virði.Fróðlegt væri hins vegar að sjá stjórnarandstöðuflokkana, annan hvorn eða báða saman, gera ríkisstjórninni tilboð um samvinnu með nýjum málefnagrundvelli. Það væri að sönnu nýmæli í stjórnmálum, en gæti verið tilraunarinnar virði.Slíkt frumkvæði gæti sýnt með óyggjandi hætti hvort stjórnarandstöðuflokkarnir eru færir um pólitíska brúargerð. Viðbrögð stjórnarflokkanna myndu á hinn bóginn sýna hvort þeir meta meir samstöðu um málefni eða völd.Síðustu kosningar snerust um uppskiptingu valda en ekki málefni. Vera má að rætur pólitísku kreppunnar liggi einmitt í því. Erfitt yrði fyrir ríkisstjórnina að vísa málefnalegu frumkvæði um nýjan pólitískan grundvöll út í hafsauga. Fyrst og fremst yrði það þó áskorun á Samfylkinguna. Hinn kosturinn, að bíða næstu kosninga, er líklegastur en getur orðið dýrt spaug.
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun