Íslenskt kraftaverk Svanhildur Hólm skrifar 7. september 2009 06:00 Það er auðvelt að hrífast með, þegar góð mál fá stuðning. Þannig var það um daginn þegar þjóðin gaf um fimmtíu milljónir fyrir hvíldarheimili handa krabbameinssjúkum börnum, fyrir utan lóðir, loforð um vinnu, efni og fleira sem að gagni má koma við að reisa slíkt hús. Kraftaverkaþjóð, var það sem kom upp í hugann að kvöldi loknu. Þetta sýnir að þrátt fyrir efnahagsástandið eru margir tilbúnir að hjálpa öðrum. Annað dæmi er söfnunarátakið Skólaenglar sem vistað er hjá Grafarvogskirkju, en á bak við það stóð í upphafi kona, er ekki vill láta nafns síns getið, sem rann til rifja neyð skólabarna í hverfinu. Ekki stóð á viðtökum, og sagði frá því í frétt Ríkisútvarpsins daginn eftir að söfnunin hófst að þá þegar hefðu einstaklingar og fyrirtæki lagt um um tvöhundruð þúsund krónur í sjóðinn. Einkaframtakið er mikils megnugt og afar mikilvægt þegar við blasir niðurskurður á öllum sviðum ríkisrekstrar. Það á einnig við um þróunaraðstoð, en ríkið áætlar að skera hana niður um milljarð á næsta ári, úr um fjórum milljörðum nú. Margir velta því eflaust fyrir sér hvort þetta sé eitthvað til að hafa sérstakar áhyggjur af, þegar við glímum við margvíslegan vanda hér heima fyrir. Sighvatur Björgvinsson, forstjóri Þróunarsamvinnustofnuna Íslands benti á það í Morgunblaðinu í sumar, að mikilvægt væri að standa við gerða samninga, og sagði: „Nóg er nú samt um álitshnekkinn sem Ísland hefur orðið fyrir á alþjóðavettvangi þótt það bætist nú ekki við að við stöndum ekki við skuldbindingarnar sem við höfum gert við fátækustu lönd í heimi." En það er ekki einungis ríkið sem vill standa við skuldbindingar sínar. Ýmis hjálparsamtök hér á landi upplifa þrengingar vegna samdráttar í framlögum en ekki síður vegna hruns krónunnar. ABC hjálparstarfið er þar á meðal, en á þeirra vegum njóta börn víða um heim aðstoðar, meðal annars í Kenýa. Þar rekur Þórunn Helgadóttir skóla og heimili fyrir börn. Sum fá aðstoð í formi skólagjalda og máltíðar, en geta búið hjá fjölskyldu sinni. Önnur eiga engan að og hafa fengið húsaskjól hjá Þórunni og hennar fólki. Börnin eru á öllum aldri, jafnvel börn með sín eigin börn, sem hrakist hafa undan átökum, eins og Priscilla, sem er fimmtán ára og gekk um tvöþúsund kílómetra frá Kongó til Kenýa, á þrettánda ári, ófrísk á flótta undan átökum. Hún á sér nú athvarf ásamt syni sínum í skóla ABC. Líf hennar hefur gjörbreyst, eins og líf hundraða barna sem Þórunn og hennar fólk hefur tekið að sér. En nú eru blikur á lofti, og sendi Þórunn frá sér neyðarkall í vikunni. Afleiðingar hrunsins á Íslandi koma víða fram og ein birtingarmynd þess er sú að ABC skuldar tíu þúsund dollara í leigu og Þórunn óttast að þurfa að senda frá sér 150 börn. Góðu fréttirnar eru þær, segir Þórunn, að námsárangur barnanna, sem mörg voru á eftir í skóla, þegar þau komu til ABC, eftir áföll og hremmingar, hefur batnað mikið, einkunnir hækkað og börnin eru afar stolt. „Það er ekki síst í ljósi þessa árangurs," segir Þórunn, „sem okkur þykir sárt að standa frammi fyrir því að raska lífi barnanna og senda þau frá okkur." Þórunn vonast eftir kraftaverki. Leynist kraftaverk kenýskra barna á Íslandi? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Það er auðvelt að hrífast með, þegar góð mál fá stuðning. Þannig var það um daginn þegar þjóðin gaf um fimmtíu milljónir fyrir hvíldarheimili handa krabbameinssjúkum börnum, fyrir utan lóðir, loforð um vinnu, efni og fleira sem að gagni má koma við að reisa slíkt hús. Kraftaverkaþjóð, var það sem kom upp í hugann að kvöldi loknu. Þetta sýnir að þrátt fyrir efnahagsástandið eru margir tilbúnir að hjálpa öðrum. Annað dæmi er söfnunarátakið Skólaenglar sem vistað er hjá Grafarvogskirkju, en á bak við það stóð í upphafi kona, er ekki vill láta nafns síns getið, sem rann til rifja neyð skólabarna í hverfinu. Ekki stóð á viðtökum, og sagði frá því í frétt Ríkisútvarpsins daginn eftir að söfnunin hófst að þá þegar hefðu einstaklingar og fyrirtæki lagt um um tvöhundruð þúsund krónur í sjóðinn. Einkaframtakið er mikils megnugt og afar mikilvægt þegar við blasir niðurskurður á öllum sviðum ríkisrekstrar. Það á einnig við um þróunaraðstoð, en ríkið áætlar að skera hana niður um milljarð á næsta ári, úr um fjórum milljörðum nú. Margir velta því eflaust fyrir sér hvort þetta sé eitthvað til að hafa sérstakar áhyggjur af, þegar við glímum við margvíslegan vanda hér heima fyrir. Sighvatur Björgvinsson, forstjóri Þróunarsamvinnustofnuna Íslands benti á það í Morgunblaðinu í sumar, að mikilvægt væri að standa við gerða samninga, og sagði: „Nóg er nú samt um álitshnekkinn sem Ísland hefur orðið fyrir á alþjóðavettvangi þótt það bætist nú ekki við að við stöndum ekki við skuldbindingarnar sem við höfum gert við fátækustu lönd í heimi." En það er ekki einungis ríkið sem vill standa við skuldbindingar sínar. Ýmis hjálparsamtök hér á landi upplifa þrengingar vegna samdráttar í framlögum en ekki síður vegna hruns krónunnar. ABC hjálparstarfið er þar á meðal, en á þeirra vegum njóta börn víða um heim aðstoðar, meðal annars í Kenýa. Þar rekur Þórunn Helgadóttir skóla og heimili fyrir börn. Sum fá aðstoð í formi skólagjalda og máltíðar, en geta búið hjá fjölskyldu sinni. Önnur eiga engan að og hafa fengið húsaskjól hjá Þórunni og hennar fólki. Börnin eru á öllum aldri, jafnvel börn með sín eigin börn, sem hrakist hafa undan átökum, eins og Priscilla, sem er fimmtán ára og gekk um tvöþúsund kílómetra frá Kongó til Kenýa, á þrettánda ári, ófrísk á flótta undan átökum. Hún á sér nú athvarf ásamt syni sínum í skóla ABC. Líf hennar hefur gjörbreyst, eins og líf hundraða barna sem Þórunn og hennar fólk hefur tekið að sér. En nú eru blikur á lofti, og sendi Þórunn frá sér neyðarkall í vikunni. Afleiðingar hrunsins á Íslandi koma víða fram og ein birtingarmynd þess er sú að ABC skuldar tíu þúsund dollara í leigu og Þórunn óttast að þurfa að senda frá sér 150 börn. Góðu fréttirnar eru þær, segir Þórunn, að námsárangur barnanna, sem mörg voru á eftir í skóla, þegar þau komu til ABC, eftir áföll og hremmingar, hefur batnað mikið, einkunnir hækkað og börnin eru afar stolt. „Það er ekki síst í ljósi þessa árangurs," segir Þórunn, „sem okkur þykir sárt að standa frammi fyrir því að raska lífi barnanna og senda þau frá okkur." Þórunn vonast eftir kraftaverki. Leynist kraftaverk kenýskra barna á Íslandi?
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun