Viðskipti erlent

Madoff eyðir útivistinni í félagskap mafíuforingja

Stórsvindlarinn Bernhard Madoff afplánar lífstíðardóm sinn í breiðum hópi glæpamanna en útivistinni innan múranna eyðir hann í félagsskap mafíuforingjans Carmine John Persisco Jr. sem er núverandi höfuð Colombio-fjölskyldunnar þrátt fyrir að sitja á bakvið lás og slá.

Eins og áður hefur komið fram í fréttum deilir Madoff fangaklefa með eiturlyfjasmyglara í Butner fangelsinu í Norður Karólínu. Auk annarra situr í Butner flotanjósnarinn Johanthan Pollard sem mun eyða það sem eftir er ævinnar í fangelsi líkt á Madoff. Pollard fékk lífstíðardóm 1987 fyrir að selja Ísraelsmönnum trúnaðarupplýsingar.

Í frásögn á epn.dk um veru Madoff í Butner segir að mafíuforinginn Carmine sé garðyrkjumaður fangelsisins og beri sem slíkur ábyrgð á garði þess. Madoff njóti þess að ganga um garðinn á hverjum degi og noti oftast tækifærið til að spjalla við Carmine.

Hinn rúmlega sjötugi Madoff var dæmdur í 150 ára fangelsisvist fyrir pýramídasvindl sitt en talið er að hann hafi svikið um 1.000 milljarða kr. út úr ýmsum fjárfestum bæði þekktum og óþekktum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×