Viðskipti erlent

Álverðið á markaðinum í London hækkar áfram

Álverðið á markaðinum í London heldur áfram að hækka og er nú komið í 2.144 dollara fyrir tonnið miðað við þriggja mánaða framvirka samninga. Verðið stóð í 2.130 dollurum í gær og hafði þá ekki verið hærra á þessu ári.

Raunar þarf að fara aftur til miðs sumars í fyrra til að sjá álíka verð og nú eru á álmarkaðinum. Staðgreiðsluverðið er komið í 2.114 dollara á tonnnið og verð í framvirkum samningum til 15 mánaða stendur í 2.243 dollurum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×