Óvænt vitneskja í máli Bretanna 7. september 2009 04:00 Jóhannes Rúnar Jóhannsson Mál skilanefndar Kaupþings gegn breska fjármálaráðuneytinu var flutt munnlega fyrir breskum áfrýjunardómstól hinn 1. júlí. Jóhannes Rúnar Jóhannsson, í skilanefnd Kaupþings, var í dómsal, en skilanefndin fer fram á að ákvörðun breska fjármálaráðuneytisins hinn 8. október, um að flytja Edge-innlánin frá Kaupthing Singer & Friedlander til ING Direct, án bóta, verði endurskoðuð. Jóhannes segir málflutninginn 1. júlí hafa verið hefðbundinn. „Menn færðu rök hvor fyrir sinni hlið og svo var málið tekið til dóms, eins og gerist á Íslandi,“ segir hann. Skilanefndin telur ákvörðunina ólöglega og flutti rökstuðning sinn fyrir því. Spurður um mótrök Breta í málinu, segist Jóhannes telja að ekki sé rétt að gera það opinbert fyrr en að dómi kveðnum. „En auðvitað eru hlutir þarna sem maður hafði ekki hugmynd um. [Bretarnir] byggja á því að atburðarásin fram til 8. október hafi verið með þeim hætti að þetta hafi verið réttlætanleg aðgerð,“ segir Jóhannes. Sjónarmið Bretanna komi fram í málsskjölunum: „En ég veit svo sem ekkert hvað stjórnendur bankans vissu á þeim tíma. Þetta gerist allt áður en skilanefndin tekur við.“ Hann telur að fjölmiðlar og aðrir muni hafa áhuga á að kynna sér þessa atburðarás þegar dómur fellur. Rannsóknarnefnd Alþingis um bankahrunið áætlar að skila niðurstöðum sínum nú í nóvember. Jóhannes segir að sér hafi verið tjáð að bresku dómararnir kunni að skila af sér jafnvel í október eða nóvember. Hann vonast að minnsta kosti til að þeir geri það fyrir árslok. Spurður hvort málsskjölin kunni að geta haft áhrif á niðurstöður rannsóknarnefndar Alþingis, segir Jóhannes það hugsanlegt. Hafi skilanefndin betur fyrir áfrýjunardómstólnum gæti það orðið grundvöllur fyrir því að hún höfði skaðabótamál gegn breska ríkinu, því Edge/ING-ákvörðunin var undanfari þess að Kaupthing Singer & Friedlander fór í greiðslustöðvun. klemens@fettabladid.is Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Jarðskjálfti olli flóðbylgju á Grænlandi Erlent Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Erlent Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Mál skilanefndar Kaupþings gegn breska fjármálaráðuneytinu var flutt munnlega fyrir breskum áfrýjunardómstól hinn 1. júlí. Jóhannes Rúnar Jóhannsson, í skilanefnd Kaupþings, var í dómsal, en skilanefndin fer fram á að ákvörðun breska fjármálaráðuneytisins hinn 8. október, um að flytja Edge-innlánin frá Kaupthing Singer & Friedlander til ING Direct, án bóta, verði endurskoðuð. Jóhannes segir málflutninginn 1. júlí hafa verið hefðbundinn. „Menn færðu rök hvor fyrir sinni hlið og svo var málið tekið til dóms, eins og gerist á Íslandi,“ segir hann. Skilanefndin telur ákvörðunina ólöglega og flutti rökstuðning sinn fyrir því. Spurður um mótrök Breta í málinu, segist Jóhannes telja að ekki sé rétt að gera það opinbert fyrr en að dómi kveðnum. „En auðvitað eru hlutir þarna sem maður hafði ekki hugmynd um. [Bretarnir] byggja á því að atburðarásin fram til 8. október hafi verið með þeim hætti að þetta hafi verið réttlætanleg aðgerð,“ segir Jóhannes. Sjónarmið Bretanna komi fram í málsskjölunum: „En ég veit svo sem ekkert hvað stjórnendur bankans vissu á þeim tíma. Þetta gerist allt áður en skilanefndin tekur við.“ Hann telur að fjölmiðlar og aðrir muni hafa áhuga á að kynna sér þessa atburðarás þegar dómur fellur. Rannsóknarnefnd Alþingis um bankahrunið áætlar að skila niðurstöðum sínum nú í nóvember. Jóhannes segir að sér hafi verið tjáð að bresku dómararnir kunni að skila af sér jafnvel í október eða nóvember. Hann vonast að minnsta kosti til að þeir geri það fyrir árslok. Spurður hvort málsskjölin kunni að geta haft áhrif á niðurstöður rannsóknarnefndar Alþingis, segir Jóhannes það hugsanlegt. Hafi skilanefndin betur fyrir áfrýjunardómstólnum gæti það orðið grundvöllur fyrir því að hún höfði skaðabótamál gegn breska ríkinu, því Edge/ING-ákvörðunin var undanfari þess að Kaupthing Singer & Friedlander fór í greiðslustöðvun. klemens@fettabladid.is
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Jarðskjálfti olli flóðbylgju á Grænlandi Erlent Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Erlent Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira