Viðskipti erlent

RBS kunngerir 3.700 uppsagnir

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Breski bankinn Royal Bank of Scotland mun á næstunni segja upp 3.700 starfsmönnum sínum, sem eru um 14 prósent þeirra tæplega 26.000 sem í heildina starfa hjá bankanum.

Breska ríkið kom bankanum til bjargar í hruninu og eignaðist við það 70 prósent í honum. Með þessum nýjustu uppsögnum eru uppsagnir hjá bankanum orðnar tæpar 20.000 það sem af er árinu en búist er við að þær geti orðið allt að 25.000 þegar endurskipulagningu bankans verður lokið.

Engin nýju uppsagnanna 3.700 tekur þó gildi fyrr en í maí á næsta ári.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×