Fótbolti

Opnar Eiður Smári markareikning sinn á morgun?

Arnar Björnsson skrifar
Eiður Smári Guðjohnsen.
Eiður Smári Guðjohnsen. Mynd/Daníel

Eiður Smári Guðjohnsen ætti að geta nýtt sér vandræðaganginn í varnarleik Nice þegar hann mætir með Mónakó á Stade Du Ray á laugardaginn í beinni útsendingu á Stöð 2 sport.

Nice fékk 4 stig úr tveimur fyrstu umferðunum en tapaði síðan 4-0 fyrir Bordeaux á útivelli og steinlá síðan í síðustu umferð fyrir Montpellier 3-0 á heimavelli um síðustu helgi.

Nice er núna í 18. sæti af 20 liðum í deildinni. Á síðustu leiktíð varð Nice í 9. sæti, 6 stigum á undan Mónakó.

Það vekur athygli að Nice og Mónakó voru tvö af þeim þremur liðum sem voru með fæsta áhorfendur að meðaltali á heimavelli á síðustu leiktíð.

Á heimaleiki Mónakó mættu 8,512 að meðtali en voru litlu fleiri á leikina hjá Nice. 10,657 manns voru á vellinum að meðaltali í leikjunum 19. Það eru því töluverð viðbrigði fyrir Eið Smára að fara frá Nou Camp þar sem 70,006 áhorfendur voru á leikjum liðsins á síðustu leiktíð.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×