Viðskipti erlent

Atvinnuleysi í Japan ekki meira síðan í stríðinu

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Á götu í Tókýó.
Á götu í Tókýó.

Atvinnuleysi í Japan hefur ekki mælst meira síðan í síðari heimsstyrjöldinni og telst nú 5,7 prósent. Síðan í mars á þessu ári hefur sigið æ hraðar á ógæfuhliðina hvað þetta snertir en skin og skúrir hafa skipst á í fréttum af efnahag landsins. Til dæmis tók að votta fyrir hagvexti í Japan á síðasta ársfjórðungi eftir að slíks hafði ekki orðið vart í 15 mánuði. Japan hefur orðið einna verst fyrir barðinu á kreppunni af stóru hagkerfunum, einkum vegna þess hve mjög hagkerfi landsins treystir á útflutning.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×