Viðskipti erlent

Kíló af sænskum humar selt á 20.000 krónur

Fyrsti humar fiskveiðaársins í Svíþjóð var seldur á 1.100 krónur sænskar kílóið á uppboði í morgun eða rétt tæplega 20.000 kr. íslenskar.

Í frétt um málið á vefsíðunni e24.no segir að næstu boð í humarinn hafi síðan farið hratt lækkandi og enduðu í 700 kr. sænskum fyrir kílóið.

Verðið sem fékkst fyrir fyrsta humarinn í ár er nokkuð lægra en á sama tíma í fyrra þegar fyrsta kílóið var slegið á 1.200 kr. sænskar.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×