Viðskipti erlent

Ræstingarfólk verðmætara en bankamenn

Ræstingarfólk á spítölum eru samfélaginu verðmætari en bankamenn. Þetta leiðir ný rannsókn frá fyrirtækinu New Econmics Foundations í ljós.

Í skýrslunni er því ekki velt upp hvaða laun séu sanngjörn fyrir störf heldur hvaða verðmæti verði til fyrir störfin. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að fyrir störf ræstingarfólks verða til tíu pund fyrir hvert pund sem það þénar. Fyrir störf hálaunaðs bankamanns eyðast hins vegar sjö pund fyrir hvert pund sem hann vinnur sér inn.

Endurskoðendur eru samfélaginu jafnvel dýrari. Fyrir hvert pund sem þeir vinna sér inn tapast 47. Breska blaðið Telegraph greinir frá rannsókninni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×