Viðskipti erlent

Atvinnuleysi eykst hraðar í Danmörku en spáð var

Atvinnuleysi í Danmörku jókst úr 3,7% og í 4,1% milli ágúst og september. Er þetta meiri aukning á atvinnuleysi en spáð hafði verið. Flestir reiknuðu með að það myndi aukast í 3,9%.

Samkvæmt frétt á börsen.dk um málið segir að samkvæmt tölunum bættust 9.200 manns á atvinnuleysisskrá milli fyrrgreindra mánaða. Samkvæmt hagstofu Danmerkur eru nú 113.500 manns atvinnulausir í landinu.

Frá því að atvinnuleysi í Danmörku var lægst í júní í fyrra hefur það aukist um 147%. Frá þeim tíma hafa 4.500 Danir að jafnaði orðið atvinnulausir í hverjum mánuði.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×