Viðskipti erlent

Tvívolíið í Kaupmannahöfn heldur sínu í kreppunni

Þótt að komum erlendra ferðamanna í Tívolíið í Kaupmannahöfn hafi fækkað töluvert í ár hefur komum heimamanna fjölgað á móti þannig að þessi þekkti ferðamannastaður hefur haldið sínu í kreppunni.

 

Fjöldi gesta í Tívolíð í ár er nær sá sami og í fyrra eða um 2.810.000 gestir sem er aukning um 1.000 gesti frá sumrinu í fyrra. Síðasti opnunardagur Tívolísins þetta árið var í gær.

 

Stjórn Tívolísins er ánægð með afkomuna í ár. Forstjóri þess, Lars Liebst, segir í samtali við vefsíðuna business.dk að í ljósi þess hve ferðamönnum til Danmerkur hefur fækkað í ár sé ekki annað hægt en að vera ánægður með að gestafjöldinn er sá sami og í fyrra.

 

„Við völdum að halda fast við fjárfestingastefnu okkar og koma á fót nýjungum innan garðsins þrátt fyrir að útlitið fyrir sumarið hafi ekki verið gott," segir Liebst. „Þetta hefur skilað sér í auknum gestafjölda einkum seinnihluta sumarsins."










Fleiri fréttir

Sjá meira


×