Sjónvarpsþættir Jóns Ólafs á sviðið 21. janúar 2009 05:45 Efnir til tónleikaraðar í Salnum þar sem farið verður í saumana á lögum okkar bestu dægurlagahöfunda – sögurnar á bak við lögin. „Ég hef gengið með þessa hugmynd í maganum í nokkur ár," segir Jón Ólafsson tónlistarmaður. Hann gengst fyrir tónleikaröð í Salnum í Kópavogi sem hann kallar „Af fingrum fram" og byggir á vinsælum samnefndum sjónvarpsþáttum hans. Fyrstu tónleikarnir verða 19. febrúar og er þá gestur Jóns sjálfur Magnús Eiríksson en sérstakur gestur verður söngkonan Ellen Kristjánsdóttir. „Mér datt í hug að færa þetta konsept úr sjónvarpinu og upp á svið. Ég ræði við Magnús og þá með meiri áherslu á tónlistina en ferilinn eins og var í sjónvarpinu. Hvort til dæmis hann hafi ekki fljótlega fengið ógeð á „Ég er á leiðinni" eftir gegndarlausa útvarpsspilun þess lags. En mest verður þetta tónlist en ekki kjaftavaðall." Af fingrum fram áttu upphaflega að vera sex þættir en urðu sextíu. Þættirnir hittu beint í mark og Jón hlaut Edduverðlaun fyrir þá fyrsta árið sem þeir voru í sýningu. Jón segir þetta hafa verið hugmynd Jóns Egils Bergþórssonar framleiðanda. Sextíu tónlistarmenn teknir fyrir og voru þá einhverjir eftir? Jón segir nokkra ekki hafa haft áhuga á að vera með svo sem Megas, Stebbi Hilmars og Súkkat. „Já, og svo var alltaf á tali hjá Ragga sót í Skriðjöklunum," segir Jón. Þegar hafa verið skipulagðir þrennir tónleikar: Aðalgestur 26. febrúar er Magnús Þór og sérlegur gestur er Stefán Hilmarsson og 5. mars er það Valgeir Guðjónsson en þá verður gestur Páll Óskar. Jón segir að ef fólk taki þessu opnum örmum verði tónleikaröðinni framhaldið. Af nógu er að taka. Forsala er hafin á midi.is og salurinn.is.- jbg Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
„Ég hef gengið með þessa hugmynd í maganum í nokkur ár," segir Jón Ólafsson tónlistarmaður. Hann gengst fyrir tónleikaröð í Salnum í Kópavogi sem hann kallar „Af fingrum fram" og byggir á vinsælum samnefndum sjónvarpsþáttum hans. Fyrstu tónleikarnir verða 19. febrúar og er þá gestur Jóns sjálfur Magnús Eiríksson en sérstakur gestur verður söngkonan Ellen Kristjánsdóttir. „Mér datt í hug að færa þetta konsept úr sjónvarpinu og upp á svið. Ég ræði við Magnús og þá með meiri áherslu á tónlistina en ferilinn eins og var í sjónvarpinu. Hvort til dæmis hann hafi ekki fljótlega fengið ógeð á „Ég er á leiðinni" eftir gegndarlausa útvarpsspilun þess lags. En mest verður þetta tónlist en ekki kjaftavaðall." Af fingrum fram áttu upphaflega að vera sex þættir en urðu sextíu. Þættirnir hittu beint í mark og Jón hlaut Edduverðlaun fyrir þá fyrsta árið sem þeir voru í sýningu. Jón segir þetta hafa verið hugmynd Jóns Egils Bergþórssonar framleiðanda. Sextíu tónlistarmenn teknir fyrir og voru þá einhverjir eftir? Jón segir nokkra ekki hafa haft áhuga á að vera með svo sem Megas, Stebbi Hilmars og Súkkat. „Já, og svo var alltaf á tali hjá Ragga sót í Skriðjöklunum," segir Jón. Þegar hafa verið skipulagðir þrennir tónleikar: Aðalgestur 26. febrúar er Magnús Þór og sérlegur gestur er Stefán Hilmarsson og 5. mars er það Valgeir Guðjónsson en þá verður gestur Páll Óskar. Jón segir að ef fólk taki þessu opnum örmum verði tónleikaröðinni framhaldið. Af nógu er að taka. Forsala er hafin á midi.is og salurinn.is.- jbg
Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira