Viðskipti erlent

Nasdaq boðar afskráningu deCODE

Nasdaq kauphöllin í New York hefur tilkynnt deCODE um að hlutabréf félagsins verði afskráð af markaði Nasdaq. Mun það verða gert þann 30. nóvember n.k.

Ástæðan fyrir afskráningunni er greiðslustöðvun sú sem deCODE hefur fengið hjá dómstóli í Delaware en samkvæmt frétt á PRNewswire er einnig tekið fram í tilkynningunni frá Nasdaq að deCODE hefur enn ekki skilað uppgjöri sínu fyrir þriðja ársfjórðung þessa árs.

Fram kemur í fréttinni að deCODE geti áfrýjað þessari ákvörðun Nasdaq og að félagið muni gera það. Hinsvegar er engin trygging fyrir því að sú áfrýjun muni bera árangur.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×