Staðan á dönskum vinnumarkaði langtum verri en talið var 17. desember 2009 09:59 Nýjar tölur frá dönsku hagstofunni sýna að staðan á danska vinnumarkaðinum er langtum verri en áður var talið. Samkvæmt tölunum voru 124.000 færri persónur ráðnar til vinnu á þriðja ársfjórðungi ársins m.v. sama tímabil í fyrra. Þessi fækkun er sú mesta sem hagstofan hefur skráð í sögunni.„Vinnumarkaðinum er að blæða út," segir Jes Asmussen aðalhagfræðingur Handelsbanken um tölurnar í samtali við Jyllands Posten. Asmussen segir að hinar nýju tölur sýni að mun fleiri en áður var talið verði fyrir barðinu á hinni leiðinlegu þróun sem orðið hefur á vinnumarkaðinum,Steen Bocian hjá Danske Markets er á sama máli og Asmussen og segir að ef þróunin er skoðuð í ár komi í ljós að nýráðningum fækkaði um 49.000 manns á milli annars og þriðja ársfjórðung ársins. „Þetta bendir til að tölur um atvinnuleysi sýni ekki réttilega kreppuna á atvinnumarkaðinum," segir Bocian.Að mati Bocian gefa tölurnar í skyn að búast megi við að hagvöxtur mælist áfram neikvæður á þriðja ársfjórðungi. Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Nýjar tölur frá dönsku hagstofunni sýna að staðan á danska vinnumarkaðinum er langtum verri en áður var talið. Samkvæmt tölunum voru 124.000 færri persónur ráðnar til vinnu á þriðja ársfjórðungi ársins m.v. sama tímabil í fyrra. Þessi fækkun er sú mesta sem hagstofan hefur skráð í sögunni.„Vinnumarkaðinum er að blæða út," segir Jes Asmussen aðalhagfræðingur Handelsbanken um tölurnar í samtali við Jyllands Posten. Asmussen segir að hinar nýju tölur sýni að mun fleiri en áður var talið verði fyrir barðinu á hinni leiðinlegu þróun sem orðið hefur á vinnumarkaðinum,Steen Bocian hjá Danske Markets er á sama máli og Asmussen og segir að ef þróunin er skoðuð í ár komi í ljós að nýráðningum fækkaði um 49.000 manns á milli annars og þriðja ársfjórðung ársins. „Þetta bendir til að tölur um atvinnuleysi sýni ekki réttilega kreppuna á atvinnumarkaðinum," segir Bocian.Að mati Bocian gefa tölurnar í skyn að búast megi við að hagvöxtur mælist áfram neikvæður á þriðja ársfjórðungi.
Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira