„Hreyfingin gefur þingmönnum puttann" 29. desember 2009 10:42 „Ég vil bara mótmæla því hvernig hér er talað niður til þingsins og þingmanna,“ sagði Siv í umræðum um níu manna þingmannanefnd á Alþingi í dag. Mynd/GVA Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, gagnrýndi málflutning þingmanna Hreyfingarinnar í umræðum á Alþingi í dag um þingnefnd sem ætlað er að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Hún sagði Hreyfinguna gefa Alþingi puttann. Skýrsla rannsóknarnefndarinnar verður birt í lok janúar en upphaflega stóð til að birta skýrsluna í nóvember. Samkvæmt frumvarpi sem nú liggur fyrir stendur til að kjósa níu manna þingmannanefnd sem mun hafa það hlutverk að fjalla um skýrslu rannsóknanefndarinnar. Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, sagði frumvarpið vont og ótrúverðugt. Alþingi ætli að rannsaka sjálft sig. Þá gagnrýndi Þór að þingnefndin ætli að taka sér níu mánuði til að fara yfir skýrsluna og skila af sér froðu um næstu Verslunarmannahelgi. „Ég vil bara mótmæla því hvernig hér er talað niður til þingsins og þingmanna. Hér gefur Hreyfingin þingmönnum puttann og ég neita að sitja undir því," sagði Siv sem var allt annað sátt með yfirlýsingar Þórs og þingmanna Hreyfingarinnar að undanförnu. Hún sagði rangt að þingið ætli að rannsaka sjálft sig og það viti Þór vel. Sérstök rannsóknarnefnd væri nú að störfum að rannsaka aðdraganda og orsakir bankahrunsins. Þingið fái í framhaldinu skýrslu um málið. „Hvernig dirfist þingmaðurinn að tala svona. Hér erum við að vanda til verka og ná samstöðu í mikilvægu máli og þá kýs Hreyfingin að grafa undan öllu trausti sem við erum að reyna að byggja upp og ég mótmæli því," sagði Siv. Rannsóknarskýrsla Alþingis Tengdar fréttir Fyrningu ráðherrabrota seinkað Möguleg brot á lögum um ráðherraábyrgð fyrnast á fjórum árum en ekki þremur, nái breytingar allsherjarnefndar Alþingis á frumvarpi til breytinga á lögum um rannsókn á falli bankanna og tengdum atburðum fram að ganga. Nefndin afgreiddi breytingartillögu þar um á fundi í gærmorgun. 29. desember 2009 05:00 Ráðherraábyrgð Davíðs og Halldórs fyrnd Embættisfærslur Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar í embætti forsætisráðherra koma ekki til skoðunar sérstakrar þingmannanefndar sem verður gert að kanna möguleg brot á lögum um ráðherraábyrgð í aðdraganda hrunsins. 28. desember 2009 18:53 Nefnd um rannsóknarnefnd skipuð fyrir áramót Níu manna þingmannanefnd sem ætlað er að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis verður væntanlega skipuð fyrir áramót. Þingmenn vilja skipa í nefndina sem fyrst til að koma í veg fyrir frekari fyrningu brota sem snerta ráðherraábyrgð. 28. desember 2009 11:57 Þingnefndin er prófsteinn á styrk Alþingis Formaður allsherjarnefndar Alþingis segir að vinnu þingmannanefndar sem ætlað er að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis sé prófsteinn á styrk og trúverðugleika þingsins. 29. desember 2009 09:51 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Enginn læknir því HSU bjóði kjör undir markaðslaunum „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Sjá meira
Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, gagnrýndi málflutning þingmanna Hreyfingarinnar í umræðum á Alþingi í dag um þingnefnd sem ætlað er að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Hún sagði Hreyfinguna gefa Alþingi puttann. Skýrsla rannsóknarnefndarinnar verður birt í lok janúar en upphaflega stóð til að birta skýrsluna í nóvember. Samkvæmt frumvarpi sem nú liggur fyrir stendur til að kjósa níu manna þingmannanefnd sem mun hafa það hlutverk að fjalla um skýrslu rannsóknanefndarinnar. Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, sagði frumvarpið vont og ótrúverðugt. Alþingi ætli að rannsaka sjálft sig. Þá gagnrýndi Þór að þingnefndin ætli að taka sér níu mánuði til að fara yfir skýrsluna og skila af sér froðu um næstu Verslunarmannahelgi. „Ég vil bara mótmæla því hvernig hér er talað niður til þingsins og þingmanna. Hér gefur Hreyfingin þingmönnum puttann og ég neita að sitja undir því," sagði Siv sem var allt annað sátt með yfirlýsingar Þórs og þingmanna Hreyfingarinnar að undanförnu. Hún sagði rangt að þingið ætli að rannsaka sjálft sig og það viti Þór vel. Sérstök rannsóknarnefnd væri nú að störfum að rannsaka aðdraganda og orsakir bankahrunsins. Þingið fái í framhaldinu skýrslu um málið. „Hvernig dirfist þingmaðurinn að tala svona. Hér erum við að vanda til verka og ná samstöðu í mikilvægu máli og þá kýs Hreyfingin að grafa undan öllu trausti sem við erum að reyna að byggja upp og ég mótmæli því," sagði Siv.
Rannsóknarskýrsla Alþingis Tengdar fréttir Fyrningu ráðherrabrota seinkað Möguleg brot á lögum um ráðherraábyrgð fyrnast á fjórum árum en ekki þremur, nái breytingar allsherjarnefndar Alþingis á frumvarpi til breytinga á lögum um rannsókn á falli bankanna og tengdum atburðum fram að ganga. Nefndin afgreiddi breytingartillögu þar um á fundi í gærmorgun. 29. desember 2009 05:00 Ráðherraábyrgð Davíðs og Halldórs fyrnd Embættisfærslur Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar í embætti forsætisráðherra koma ekki til skoðunar sérstakrar þingmannanefndar sem verður gert að kanna möguleg brot á lögum um ráðherraábyrgð í aðdraganda hrunsins. 28. desember 2009 18:53 Nefnd um rannsóknarnefnd skipuð fyrir áramót Níu manna þingmannanefnd sem ætlað er að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis verður væntanlega skipuð fyrir áramót. Þingmenn vilja skipa í nefndina sem fyrst til að koma í veg fyrir frekari fyrningu brota sem snerta ráðherraábyrgð. 28. desember 2009 11:57 Þingnefndin er prófsteinn á styrk Alþingis Formaður allsherjarnefndar Alþingis segir að vinnu þingmannanefndar sem ætlað er að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis sé prófsteinn á styrk og trúverðugleika þingsins. 29. desember 2009 09:51 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Enginn læknir því HSU bjóði kjör undir markaðslaunum „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Sjá meira
Fyrningu ráðherrabrota seinkað Möguleg brot á lögum um ráðherraábyrgð fyrnast á fjórum árum en ekki þremur, nái breytingar allsherjarnefndar Alþingis á frumvarpi til breytinga á lögum um rannsókn á falli bankanna og tengdum atburðum fram að ganga. Nefndin afgreiddi breytingartillögu þar um á fundi í gærmorgun. 29. desember 2009 05:00
Ráðherraábyrgð Davíðs og Halldórs fyrnd Embættisfærslur Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar í embætti forsætisráðherra koma ekki til skoðunar sérstakrar þingmannanefndar sem verður gert að kanna möguleg brot á lögum um ráðherraábyrgð í aðdraganda hrunsins. 28. desember 2009 18:53
Nefnd um rannsóknarnefnd skipuð fyrir áramót Níu manna þingmannanefnd sem ætlað er að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis verður væntanlega skipuð fyrir áramót. Þingmenn vilja skipa í nefndina sem fyrst til að koma í veg fyrir frekari fyrningu brota sem snerta ráðherraábyrgð. 28. desember 2009 11:57
Þingnefndin er prófsteinn á styrk Alþingis Formaður allsherjarnefndar Alþingis segir að vinnu þingmannanefndar sem ætlað er að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis sé prófsteinn á styrk og trúverðugleika þingsins. 29. desember 2009 09:51