Viðskipti erlent

Bandaríkjamenn óttast atvinnuleysi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Vinnumarkaðurinn í Bandaríkjunum er brothættur. Mynd/ AFP
Vinnumarkaðurinn í Bandaríkjunum er brothættur. Mynd/ AFP
Atvinnuleysi er komið yfir 10% í fimmtán ríkjum Bandaríkjanna. Associated Press fréttastofan segir að atvinnuleysi eigi eftir að aukast í fleiri ríkjum og um sé að ræða eina mestu ógn við efnahagslegan bata.

Áhrif atvinnuleysisins á framtíðarefnahagsástandið fara eftir því hvernig neytendur munu hegða sér. Ef einkaneysla mun dragast verulega saman, líkt og gerðist í lok síðasta árs, er líklegt að bakslag verði í efnahagsbatanum. Flestir hagfræðingar telja þó að neytendur muni sýna örlítið meiria aðhald en hægur efnahagsbati muni eiga sér stað.

Atvinnuástandið í Bandaríkjunum er nú verst í Michigan ríki en þar er það komið upp í 15%.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×