UK Coal skuldar Landsbankanum 1,2 milljarða 28. ágúst 2009 11:24 Frá útibúi Landsbankans í London. Heildarútlán Landsbankans til UK Coal, stærsta kolanámufélags Bretlands, nam rúmum 5,7 milljónum punda sem jafngildir um 1,2 milljörðum króna. Heildarlánaheimildir til félagsins voru rúmar 21,4 milljónir punda eða tæplega 4,5 milljarðar króna. Líkt og Vísir greindi frá fyrr í morgun glímir UK Coal nú við vaxandi skuldavandamál í rekstri sínum. Samkvæmt frétt um málið í The Guardian er Landsbankinn einn af þremur viðskiptabönkum félagsins og hefur staða Landsbankans flækt samningaviðræður við lánadrottnanna um áframhaldandi stuðning við rekstur félagsins. Miklar niðurfærslur á verðmæti lands í eigu UK Coal hafa leitt til þess að félagið var rekið með um 16,5 milljarða króna tapi á fyrstu sex mánuðum ársins. Af þessum sökum hafa viðskiptabankar UK Coal neyðst til þess að fresta uppgjöri á lánasamningum upp á 72 milljónir punda og eiga í viðræðum við félagið um framlenginu á lánum upp á 100 milljón punda í viðbót sem koma áttu til greiðslu fyrir árslok. Nokkrum dögum áður en Landsbankinn fór í þrot námu heildarútlán bankans til UK Coal rúmum 5,7 milljónum punda en heildarlánaheimildir til félagsins voru rúmar 21,4 milljónir punda eða tæplega 4,5 milljarðar króna. Það kemur því töluvert á óvart að Landsbankinn sé einn af þremur lánveitendum UK Coal eins og The Guardian fullyrðir en útlán Landsbankans nema samkvæmt þessu einungis 3,3 prósentum af heildarlánum UK Coal. Sé hins vegar miðað við heildarlánaheimildir nemur hlutfall Landsbankans í skuldum UK Coal rúmlega 12,4 prósentum af heildarlánaheimildum UK Coal. UK Coal er skráð í FTSE 250 vísitöluna á hlutabréfamarkaðinum í London og hefur gengi hlutabréfa félagsins lækkað um 73% síðan í lok ágúst á síðasta ári. Tengdar fréttir Landsbankinn flækir skuldavandamálin hjá UK Coal Stærsta kolanámufélag Bretlands, UK Coal, glímir nú við vaxandi skuldavandamál í rekstri sínum. Landsbankinn er einn af þremur viðskiptabönkum félagsins og hefur staða Landsbankans flækt samningaviðræður við lánadrottnanna um áframhaldandi stuðning við rekstur félagsins. 28. ágúst 2009 09:32 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Heildarútlán Landsbankans til UK Coal, stærsta kolanámufélags Bretlands, nam rúmum 5,7 milljónum punda sem jafngildir um 1,2 milljörðum króna. Heildarlánaheimildir til félagsins voru rúmar 21,4 milljónir punda eða tæplega 4,5 milljarðar króna. Líkt og Vísir greindi frá fyrr í morgun glímir UK Coal nú við vaxandi skuldavandamál í rekstri sínum. Samkvæmt frétt um málið í The Guardian er Landsbankinn einn af þremur viðskiptabönkum félagsins og hefur staða Landsbankans flækt samningaviðræður við lánadrottnanna um áframhaldandi stuðning við rekstur félagsins. Miklar niðurfærslur á verðmæti lands í eigu UK Coal hafa leitt til þess að félagið var rekið með um 16,5 milljarða króna tapi á fyrstu sex mánuðum ársins. Af þessum sökum hafa viðskiptabankar UK Coal neyðst til þess að fresta uppgjöri á lánasamningum upp á 72 milljónir punda og eiga í viðræðum við félagið um framlenginu á lánum upp á 100 milljón punda í viðbót sem koma áttu til greiðslu fyrir árslok. Nokkrum dögum áður en Landsbankinn fór í þrot námu heildarútlán bankans til UK Coal rúmum 5,7 milljónum punda en heildarlánaheimildir til félagsins voru rúmar 21,4 milljónir punda eða tæplega 4,5 milljarðar króna. Það kemur því töluvert á óvart að Landsbankinn sé einn af þremur lánveitendum UK Coal eins og The Guardian fullyrðir en útlán Landsbankans nema samkvæmt þessu einungis 3,3 prósentum af heildarlánum UK Coal. Sé hins vegar miðað við heildarlánaheimildir nemur hlutfall Landsbankans í skuldum UK Coal rúmlega 12,4 prósentum af heildarlánaheimildum UK Coal. UK Coal er skráð í FTSE 250 vísitöluna á hlutabréfamarkaðinum í London og hefur gengi hlutabréfa félagsins lækkað um 73% síðan í lok ágúst á síðasta ári.
Tengdar fréttir Landsbankinn flækir skuldavandamálin hjá UK Coal Stærsta kolanámufélag Bretlands, UK Coal, glímir nú við vaxandi skuldavandamál í rekstri sínum. Landsbankinn er einn af þremur viðskiptabönkum félagsins og hefur staða Landsbankans flækt samningaviðræður við lánadrottnanna um áframhaldandi stuðning við rekstur félagsins. 28. ágúst 2009 09:32 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Landsbankinn flækir skuldavandamálin hjá UK Coal Stærsta kolanámufélag Bretlands, UK Coal, glímir nú við vaxandi skuldavandamál í rekstri sínum. Landsbankinn er einn af þremur viðskiptabönkum félagsins og hefur staða Landsbankans flækt samningaviðræður við lánadrottnanna um áframhaldandi stuðning við rekstur félagsins. 28. ágúst 2009 09:32