Nú er ljóst að það verður ekkert af vináttuleik Þýskalands og Chile um helgina. Ákveðið var að aflýsa leiknum í dag af virðingu við Robert Enke.
Forseti þýska knattspyrnusambandsins sagði á blaðamannafundi í dag að allir hafi verið sammála um að ekki væri rétt að spila um helgina.
Að sama skapi bæðist sambandið afsökunar á þeim óþægindum sem einhverjir myndu mögulega lenda í. Það væri samt ekki annað hægt en að aflýsa leiknum.