Liðin í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu munu öll spila með svarta sorgarborða um helgina til að minnast fórnarlamba skotárásanna í Þýskalandi í gær.
Angela Merkel kanslari hefur lýst yfir þjóðarsorg í landinu eftir að 17 ára gamall byssumaður myrti 16 manns í æðiskasti í Winnenden og Wendlingen í gær.
Forráðamenn þýsku úrvalsdeildarinnar ætla að gera sitt til að minnast fórnarlambanna og lýsa yfir stuðningi við fjölskyldur þeirra með því að bera svört armbönd.