Einn leikur fór fram í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu er botnlið Herthu Berlínar náði jafntefli gegn toppliði Leverkusen á heimavelli, 2-2.
Kólumbíski framherjinn Adrian Ramos kom Herthu yfir strax á áttundu mínútu en gestirnir náðu ekki að jafna metin fyrr en á 76. mínútu með marki Toni Kroos. Hann er í láni hjá félaginu frá Bayern München.
Það var svo tyrkneski táningurinn Burak Kaplan sem virtist hafa tryggt Leverkusen með marki á 90. mínútu í sínum fyrsta leik í úrvalsdeildinni.
En Ramos náði að jafna metin með skalla eftir horn í uppbótartíma og þar við sat.
Leverkusen er þó enn taplaust á toppnum með 32 stig, fjórum stigum meira en Bremen og Schalke sem eiga bæði leik til góða um helgina. Hertha er á botninum með einungis sex stig og er sjö stigum frá öruggu sæti.
Efsta liðið gerði jafntefli við neðsta liðið
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið



Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision
Enski boltinn

Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH
Íslenski boltinn






Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu
Körfubolti