Viðskipti erlent

Royal Unibrew skilar mjög góðu uppgjöri

Dönsku bruggverksmiðjurnar Royal Unibrew skiluðu mjög góðu uppgjöri á þriðja ársfjórðungi ársins. Hagnaðurinn nam 102 milljónum danskra kr., eða um 2,5 milljörðrum kr. fyrir skatta.

Eins og fram hefur komið í fréttum eiga Stoðir og Straumur samtals rúmlega 20% í Royal Unibrew sem eru næststærstu bruggverksmiðjur Danmerkur.

Í frétt um málið á börsen.dk segir að þar með sé hagnaður Royal Unibrew á fyrstu þremur ársfjórðungum ársins orðinn 126 milljónir danskra kr. fyrir skatt en til samanburðar nam hagnaðurinn 22 milljónir danskra kr.

„Árangur okkar á fyrstu níu mánuðum ársins er ekki aðeins betri en á síðasta ári heldur einnig betri en væntingar voru um," segir Henrik Brandt forstjóri Royal Unibrew.

Í framhaldinu hefur Royal Unibrew aukið væntingar sínar um brútthagnað árins (EBITDA) frá 170-210 milljónum danskra kr. og upp í 210-235 milljónir danskra kr.

Það kemur ennfremur fram í máli Brandt að Royal Unibrew hyggur á hlutafjáraukningu upp á 400 milljónr danskra kr. á næsta ári.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×