Áskorun sem ekki má víkjast undan Steinunn Stefánsdóttir skrifar 28. apríl 2009 06:00 Minnihlutastjórn Samfylkingar og Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs varð meirihlutastjórn í kosningunum á laugardag. Skilaboðin geta vart verið skýrari. Þjóðin hefur valið þessa tvo flokka til áframhaldandi setu í ríkisstjórn og það hefur hún gert þrátt fyrir að ljóst sé að ágreiningur ríki um veigamikil mál. Það er á ábyrgð þeirra sem flokkana tvo leiða að skorast ekki undan ábyrgðinni. Verkefnin sem bíða eru mörg og flókin og það þolir enga bið að ganga til verka. Svo virðist sem eining ríki milli stjórnarflokkanna varðandi viðbrögð við efnahagsvandanum. Norræna húsið var fundarstaður formanna flokkanna í gær og ekki að ástæðulausu því flokkarnir eru sammála um að hér beri að byggja upp velferðarkerfi að norrænni fyrirmynd. Ásteytingarsteinarnir eru þekktir, Evrópumál og stóriðja. Meginlínurnar liggja um flokkana en eru þó ekki einhlítar því í Samfylkingunni er talsverð andstaða við stóriðju og ýmsir þingmenn Vinstri grænna virðast því hreint ekki andsnúnir að sækja um aðild að Evrópusambandinu fljótt. Um þessi mál á að kjósa í þjóðaratkvæðagreiðslu. Íslendingar eiga að fá að taka afstöðu til aðildarsamnings við ESB eins og aðrar þjóðir hafa gert, meðal annars frændur okkar og félagar í EFTA, Norðmenn. Sömuleiðis ætti þjóðin að hafa síðasta orðið þegar kemur að stórvirkjunum sem óhjákvæmilega raska umhverfinu verulega. Ljóst er að í hlut þeirrar ríkisstjórnar sem sitja mun næstu misseri kemur að taka erfiðar ákvarðanir. Ríkisstjórnarþátttaka nú er því hreint ekki líkleg til að afla stjórnarflokkunum vinsælda. Verkefnin eru þung og allar ríkisstjórnir, hvaða flokkum sem þær væru skipaðar, stæðu frammi fyrir því að taka óvinsælar ákvarðanir. Í aðdraganda kosninga reyndu einkum sjálfstæðismenn, væntanlega í skjóli þess hversu ólíklegt var að þeir ættu sæti í næstu ríkisstjórn, að draga upp þá mynd að vinstri stjórn myndi hækka skatta án þess að draga úr útgjöldum ríkisins meðan hægri stjórn myndi ekki hækka skatta en aðeins draga úr útgjöldum ríkisins. Þetta er mikil einföldun. Ríkisfjármálin eru meðal meginverkefna komandi ríkisstjórnar. Hvernig sem stjórnin væri samansett þyrfti hún að gera hvort tveggja; opna nýjar leiðir til tekjuöflunar fyrir ríkissjóð og draga úr útgjöldum. Mikilvægt er að þjóðinni verði sem fyrst kynntar þær leiðir sem ríkisstjórnin hyggst fara í þeim efnum. Komandi ríkisstjórn verður að greina þjóðinni frá markmiðum sínum þannig að hún geti með samstilltu átaki og undir sterkri stjórn unnið sig út úr efnahagsvandanum. Í kosningunum síðastliðinn laugardag valdi meira en helmingur þjóðarinnar vinstri flokkana tvo til erfiðra verka. Því trausti mega flokkarnir ekki bregðast með karpi um málefni sem leggja á í dóm þjóðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Minnihlutastjórn Samfylkingar og Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs varð meirihlutastjórn í kosningunum á laugardag. Skilaboðin geta vart verið skýrari. Þjóðin hefur valið þessa tvo flokka til áframhaldandi setu í ríkisstjórn og það hefur hún gert þrátt fyrir að ljóst sé að ágreiningur ríki um veigamikil mál. Það er á ábyrgð þeirra sem flokkana tvo leiða að skorast ekki undan ábyrgðinni. Verkefnin sem bíða eru mörg og flókin og það þolir enga bið að ganga til verka. Svo virðist sem eining ríki milli stjórnarflokkanna varðandi viðbrögð við efnahagsvandanum. Norræna húsið var fundarstaður formanna flokkanna í gær og ekki að ástæðulausu því flokkarnir eru sammála um að hér beri að byggja upp velferðarkerfi að norrænni fyrirmynd. Ásteytingarsteinarnir eru þekktir, Evrópumál og stóriðja. Meginlínurnar liggja um flokkana en eru þó ekki einhlítar því í Samfylkingunni er talsverð andstaða við stóriðju og ýmsir þingmenn Vinstri grænna virðast því hreint ekki andsnúnir að sækja um aðild að Evrópusambandinu fljótt. Um þessi mál á að kjósa í þjóðaratkvæðagreiðslu. Íslendingar eiga að fá að taka afstöðu til aðildarsamnings við ESB eins og aðrar þjóðir hafa gert, meðal annars frændur okkar og félagar í EFTA, Norðmenn. Sömuleiðis ætti þjóðin að hafa síðasta orðið þegar kemur að stórvirkjunum sem óhjákvæmilega raska umhverfinu verulega. Ljóst er að í hlut þeirrar ríkisstjórnar sem sitja mun næstu misseri kemur að taka erfiðar ákvarðanir. Ríkisstjórnarþátttaka nú er því hreint ekki líkleg til að afla stjórnarflokkunum vinsælda. Verkefnin eru þung og allar ríkisstjórnir, hvaða flokkum sem þær væru skipaðar, stæðu frammi fyrir því að taka óvinsælar ákvarðanir. Í aðdraganda kosninga reyndu einkum sjálfstæðismenn, væntanlega í skjóli þess hversu ólíklegt var að þeir ættu sæti í næstu ríkisstjórn, að draga upp þá mynd að vinstri stjórn myndi hækka skatta án þess að draga úr útgjöldum ríkisins meðan hægri stjórn myndi ekki hækka skatta en aðeins draga úr útgjöldum ríkisins. Þetta er mikil einföldun. Ríkisfjármálin eru meðal meginverkefna komandi ríkisstjórnar. Hvernig sem stjórnin væri samansett þyrfti hún að gera hvort tveggja; opna nýjar leiðir til tekjuöflunar fyrir ríkissjóð og draga úr útgjöldum. Mikilvægt er að þjóðinni verði sem fyrst kynntar þær leiðir sem ríkisstjórnin hyggst fara í þeim efnum. Komandi ríkisstjórn verður að greina þjóðinni frá markmiðum sínum þannig að hún geti með samstilltu átaki og undir sterkri stjórn unnið sig út úr efnahagsvandanum. Í kosningunum síðastliðinn laugardag valdi meira en helmingur þjóðarinnar vinstri flokkana tvo til erfiðra verka. Því trausti mega flokkarnir ekki bregðast með karpi um málefni sem leggja á í dóm þjóðarinnar.
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun