Hæstaréttardómarar hugsanlega vanhæfir Ingimar Karl Helgason skrifar 15. desember 2009 18:40 Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins skipuðu alla dómara við Hæstarétt og að minnsta kosti tveir þeirra hafa gegnt trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Fjórir af níu dómurum í Hæstarétti gætu orðið vanhæfir til að dæma í málum sem tengjast bankahruninu. Níu dómarar sitja í Hæstarétti. Hann er æðsti dómstóll landsins. Dómararnir sem nú skipa réttinn eiga að minnsta kosti tvennt sameiginlegt. Þeir eru allir lögfræðingar og ráðherrar Sjálfstæðisflokksins skipuðu þá alla. Garðar Gíslason var skipaður dómari í desember 1991. Þorsteinn Pálsson var þá nýlega orðinn dómsmálaráðherra. Þorsteinn skipaði svo Gunnlaug Claessen 94 og Markús Sigurbjörnsson sama ár. Svo kom Sólveig Pétursdóttir í ráðuneytið og skipaði Árna Kolbeinsson haustið 2000 og árið eftir, Ingibjörgu Benediktsdóttur. Björn Bjarnason skipaði Ólaf Börk Þorvaldsson árið 2003. Árið eftir var Geir H. Haarde, settur dómsmálaráðherra og skipaði Jón Steinar Gunnlaugsson í Hæstarétt. Geir skipaði svo Hjördísi Björk Hákonardóttur 2006 og loks skipaði Björn Pál Hreinsson í hittiðfyrra. Davíð Oddsson var forsætisráðherra framan af þessum tíma. Að minnsta kosti tveir þessara dómara hafa gegnt trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Jón Steinar hefur setið í stjórn Heimdallar og Sambands ungra Sjálfstæðismanna, og Gunnlaugur Claessen, sem samkvæmt Heimdalli sat þar í stjórn árin 1965 til 67, meðal annars ásamt Björgólfi Guðmundssyni, fyrrverandi stjórnarformanni Landsbankans. Fjórir dómaranna kynnu að verða vanhæfir til að dæma í málum tengdum bankahruninu, komi þau til kasta réttarins. Páll Hreinsson, stýrir Rannsóknarnefnd Alþingis, en mál þaðan kynnu að verða grundvöllur saksóknar. Þá eru málefni Baldurs Guðlaugssonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara og kynnu að fara fyrir dómstóla. Fari svo má ætla að Árni Kolbeinsson og hugsanlega Jón Steinar gætu orðið vanhæfir vegna persónulegra tengsla við hann. Færi svo að höfðað yrði skaðabótamál á hendur þeim sem teljast hafa unnið ríkinu tjón í aðdragana bankahrunsins, eins og er til skoðunar í fjármálaráðuneyti, er ekki útilokað að Seðlabankastjórar fengju stefnu. Það kynni aftur að gera Ólaf Börk Þorvaldsson vanhæfan, vegna fjölskyldutengsla við Davíð Oddsson. Um vanhæfi dómara gilda lög þar sem meðal annars ef fjallað um skyldleika og aðrar aðstæður sem eru fallnar til þess að draga óhlutdrægni dómara með réttu í efa. Rétt er að halda því til haga að fréttastofu er ekki kunnugt um nein dæmi þess að því hafi verið haldið fram með rökum að dómarar við réttinn hafi dregið taum Sjálfstæðisflokksins í dómum. Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira
Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins skipuðu alla dómara við Hæstarétt og að minnsta kosti tveir þeirra hafa gegnt trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Fjórir af níu dómurum í Hæstarétti gætu orðið vanhæfir til að dæma í málum sem tengjast bankahruninu. Níu dómarar sitja í Hæstarétti. Hann er æðsti dómstóll landsins. Dómararnir sem nú skipa réttinn eiga að minnsta kosti tvennt sameiginlegt. Þeir eru allir lögfræðingar og ráðherrar Sjálfstæðisflokksins skipuðu þá alla. Garðar Gíslason var skipaður dómari í desember 1991. Þorsteinn Pálsson var þá nýlega orðinn dómsmálaráðherra. Þorsteinn skipaði svo Gunnlaug Claessen 94 og Markús Sigurbjörnsson sama ár. Svo kom Sólveig Pétursdóttir í ráðuneytið og skipaði Árna Kolbeinsson haustið 2000 og árið eftir, Ingibjörgu Benediktsdóttur. Björn Bjarnason skipaði Ólaf Börk Þorvaldsson árið 2003. Árið eftir var Geir H. Haarde, settur dómsmálaráðherra og skipaði Jón Steinar Gunnlaugsson í Hæstarétt. Geir skipaði svo Hjördísi Björk Hákonardóttur 2006 og loks skipaði Björn Pál Hreinsson í hittiðfyrra. Davíð Oddsson var forsætisráðherra framan af þessum tíma. Að minnsta kosti tveir þessara dómara hafa gegnt trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Jón Steinar hefur setið í stjórn Heimdallar og Sambands ungra Sjálfstæðismanna, og Gunnlaugur Claessen, sem samkvæmt Heimdalli sat þar í stjórn árin 1965 til 67, meðal annars ásamt Björgólfi Guðmundssyni, fyrrverandi stjórnarformanni Landsbankans. Fjórir dómaranna kynnu að verða vanhæfir til að dæma í málum tengdum bankahruninu, komi þau til kasta réttarins. Páll Hreinsson, stýrir Rannsóknarnefnd Alþingis, en mál þaðan kynnu að verða grundvöllur saksóknar. Þá eru málefni Baldurs Guðlaugssonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara og kynnu að fara fyrir dómstóla. Fari svo má ætla að Árni Kolbeinsson og hugsanlega Jón Steinar gætu orðið vanhæfir vegna persónulegra tengsla við hann. Færi svo að höfðað yrði skaðabótamál á hendur þeim sem teljast hafa unnið ríkinu tjón í aðdragana bankahrunsins, eins og er til skoðunar í fjármálaráðuneyti, er ekki útilokað að Seðlabankastjórar fengju stefnu. Það kynni aftur að gera Ólaf Börk Þorvaldsson vanhæfan, vegna fjölskyldutengsla við Davíð Oddsson. Um vanhæfi dómara gilda lög þar sem meðal annars ef fjallað um skyldleika og aðrar aðstæður sem eru fallnar til þess að draga óhlutdrægni dómara með réttu í efa. Rétt er að halda því til haga að fréttastofu er ekki kunnugt um nein dæmi þess að því hafi verið haldið fram með rökum að dómarar við réttinn hafi dregið taum Sjálfstæðisflokksins í dómum.
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira