Enski landsliðsmaðurinn Ledley King, sem er fyrirliði Tottenham, var handtekinn fyrir utan næturklúbb í London í nótt vegna gruns um líkamsárás. King hefur þegar verið yfirheyrður vegna kæru sem kom frá manni á þrítugsaldri.
Árásin á að hafa átt sér stað fyrir næturklúbbinn Punk þar sem fræga fólkið í London kemur saman.