Fótbolti

Selfoss skrefi nær Pepsi-deildinni

Hjörtur skorðaði tvívegis fyrir Selfoss í kvöld, en hann gekk í raðir liðsins frá Þrótti í sumar.
Hjörtur skorðaði tvívegis fyrir Selfoss í kvöld, en hann gekk í raðir liðsins frá Þrótti í sumar. Fréttablaðið/Daníel

Hjörtur Hjartarson skoraði tvö mörk fyrir topplið Selfoss sem styrkti stöðu sína á toppi 1. deildar karla í kvöld. Liðið lagði Leikni í hörkuleik á Selfossi, 3-1.

Hjörtur kom Selfyssingum yfir en Ólafur Hrannar Kristjánsson jafnaði fyrir Leikni. Staðan í hálfleik var 1-1 en Hjörtur skoraði annað mark sitt og annað mark Selfyssinga í síðari hálfleik og Guðmundur Þórarinsson gulltryggði heimamönnum stigin þrjú með síðasta markinu.

Selfoss er þar með með fjögurra stiga forystu á Hauka sem tapaði nokkuð óvænt illa fyrir ÍR í kvöld. Breiðhyltingar skoruðu þrjú mörk gegn engu frá Haukum.

Kristján Ari Halldórsson kom ÍR yfir og Árni Freyr Guðnason skoraði tvö mörk. ÍR hífði sig þar með upp að hlið Víkinga sem gerðu markalaust jafntefli gegn Aftureldingu á heimavelli í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×