Viðskipti erlent

JJB Sports tapaði 9 milljörðum á fyrri helming ársins

Íþróttavörukeðjan JJB Sports tapaði 42,9 milljónum punda, eða tæplega 9 milljörðum kr., fyrir skatta á fyrri helmingi ársins. Er þetta þrefalt meira tap en á sama tímabili í fyrra.

 

Eins og kunnugt er eignaðist Kaupþing tæp 30% í JJB Sports s.l. vetur með veðkalli í sameiginlegum hlut Chris Ronnie og Exista í keðjunni. JJB Sports er svo aftur ásamt Sports Direct í rannsókn hjá bresku efnahagsbrotalögreglunni og breska samkeppniseftirlitinu fyrir meinta einokum og verðsamráð á íþróttavörumarkaðinum í Bretlandi.

 

Í frétt Retailweek um uppgjör JJB Sports síðustu 26 vikurnar fyrir júlílok segir að sala keðjunnar hafi numið 178,6 milljónum punda á tímabili sem er 42,5% minni sala en á sama tíma í fyrra.

 

Stjórnarformaður JJB Sports, sir David Jones segir að ekki sé að búast við að rekstur keðjunnar snúist til hins betra fyrr en á næsta ári.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×